Contact

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík / Isavia, Reykjavik Airport, IS-101 Reykjavik, Iceland

Sími / Telephone: + 354 424 4000

Símbréf / Telefax: + 354 424 4001

isavia@isavia.is

http://www.isavia.is/

AIC for ÍSLAND / ICELAND

AIC

A 002/2018

Effective from 02 FEB 2018

Published on 02 FEB 2018

Minnkaður aðskilnaður yfir Norður-Atlantshafi
Reduced separation minima in the North Atlantic Region

Efnisleg ábyrgð: Isavia, Flugleiðsögusvið - FLS Content Responsibility: Isavia, Air Navigation Services Division

1. Innleiðing 23 sjómílna hliðaraðskilnaðar og 5 mínútna lengdaraðskilnaðar /
Introduction of 23 nautical mile lateral and 5 minutes longitudinal separation minimum

1.1 Inngangur / Introduction

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) birti í nóvember 2016 nýjar aðskilnaðarreglur sem flestar flugstjórnarmiðstöðvar á Norður Atlantshafssvæðinu (NAT) hafa sammælst um að innleiða þann 29. mars 2018. Um er að ræða 23 sjómílna (NM) hliðaraðskilnað og 5 mínútna lengdaraðskilnað. Þessi innleiðing leiðir til hagkvæmari nýtingar loftrýmisins og mun þannig auðvelda aðgang að hagstæðum flughæðum.The International Civil Aviation Organization (ICAO) published new separation minima in November 2016. Most Air Traffic Control Centers providing services in the North Atlantic Region (NAT) have agreed to implement those new separation minima on March 29th 2018. The new separation minima is 23 Nautical Miles (NM) lateral separation and 5 minutes longitudinal separation. This introduction will lead to more economical use of the airspace and increased access to economical flight levels.
Flugstjórnarmiðstöðvarnar í Reykjavík (Ísland), Gander (Nýfundnaland) og Prestvík (Skotland) stefna að innleiðingu í sínum flugstjórnarsvæðum (BIRD, CZQX og EGGX) á sama tíma.Reykjavik (Iceland), Gander (Canada) and Shanwick (Scotland) area control centres (ACCs) are planning to introduce the new separation minima in their Oceanic Control Areas (BIRD, CZQX and EGGX) at the same time.
Upplýsingarnar sem koma hér fram munu verða færðar inn í Flugmálahandbók Íslands (AIP) ENR 1.8.9The information provided is intended for publication in AIP ICELAND ENR 1.8.9

1.2 Bakgrunnur / Background

Vegna framfara í flugrafeindabúnaði og flugstjórnarkerfum hefur undanfarin ár verið unnið að því að þróa nýjar aðskilnaðarreglur með það að markmiði að fjölga mögulegum flugleiðum í hverri hæð og auka þar með nýtingu loftrýmisins.Advancements in aircraft avionics and air traffic management flight data processing systems have in recent years driven an initiative to develop new separation minima with the aim of increasing the number of route options available at optimum flight levels and therefore increase the capacity of the airspace.
Núverandi lágmarksaðskilnaður milli loftfara innan NAT High Level Airspace (HLA) (FL290 - FL410) innan íslenska flugstjórnarsvæðisins er 50 NM í hliðaraðskilnað og ýmist 10 eða 15 mínútur í lengdaraðskilnað. Hin fyrirhugaða breyting mun minnka þennan aðskilnað í 23 NM hliðaraðskilnað og 5 mínútna lengdaraðskilnað. Breyting á hliðaraðskilnaðnum verður í sumum tilfellum gerð á þann hátt að bil milli ferla verður hálf breiddargráða í stað heillar. Notkun á þessum nýju aðskilnaðarreglum er takmarkaður við þær flugvélar sem hafa samþykki fyrir "Performance Based Communication and Surveillance (PBCS) operations".Track spacing for aircraft approved to fly within the NAT High Level Airaspace (HLA) (FL290 - FL410) within the Reykjavik Control Area is currently 50 NM and variously 10 or 15 minutes longitudinal as appropriate. The proposed change will reduce this separation to 23 NM and 5 minutes. The lateral separation reduction will in some cases be practically achieved by establishing tracks which are spaced by half degree of latitude instead of the current whole degree spacing. Application of the new separation minima is restricted to those aircraft that have been approved for Performance Based Communication and Surveillance (PBCS) operations.
PBCS þjónusta er innleidd í samræmi við kröfur ICAO sem birtast í ICAO Performance Based Communication and Surveillance Manual (ICAO Doc 9869).The PBCS services are provided in accordance with specifications in the ICAO Performance Based Communication and Surveillance Manual (ICAO Doc 9869).
Innleiðing á 23 NM hliðaraðskilnaðnum á skipulögðu NAT OTS ferlunum verður í samræmi við reglur sem gefnar verða út af flugstjórnarmiðstöðvunum í Gander og Shanwick. Notendum er bent á að kynna sér Gander og Shanwick AIC hvað það varðar.The introduction of the 23 NM lateral separation on the NAT Organized Track System (OTS) will be in accordance with rules publised by the Gander and Shanwick Air Traffic Control Centers. Users are referred to the Gander and Shanwick AICs for more information.
Gander AIC: http://www.navcanada.ca/EN/products-and-services/Pages/AIP.aspx
Shanwick AIC: http://www.nats-uk.ead-it.com/public/index.php.html

1.3 Skilyrði fyrir notkun / Operator Eligibility

Flugumferðarstjórum er heimilt að beita hinum minnkaða aðskilnaði á milli flugvéla sem uppfylla eftirfarandi:Air Traffic Controllers are allowed to apply the redued separation minima to aircraft that satisfy the following conditions:
 1. RNP4 samþykki;
 2. Eru búnar Automated Dependent Surveillance-Contract (ADS-C);
 3. Eru búnar Controller Pilot Data Link Communications (CPDLC);
 4. RCP 240 samþykki; og
 5. RSP 180 samþykki.
 1. RNP4 approved;
 2. Automated Dependent Surveillance-Contract
  (ADS- C) equipped;
 3. Controller-pilot data link communications (CPDLC)equipped;
 4. RCP 240 approved; and
 5. RSP 180 approved.
Flugleiðsögu- og samskiptabúnaðurinn skal vera starfhæfur og áhöfnum ber að tilkynna flugumferðarstjóra allar bilanir eða frávik frá eðlilegri virkni Global Positioning System (GPS), ADS-C og CPDLC búnaðar samstundis.The required CNS systems must be operational and flight crews must report any failure or malfunction of Global Positioning System (GPS), ADS-C or CPDLC equipment to Air Traffic Control (ATC) as soon as it becomes apparent.

1.4 Viðbragðsáætlun og skipulögð hliðrun flugferla / Contingency and Strategic Lateral Offset Procedures

Viðbragðsáætlun fyrir Norður-Atlantshafssvæðið (NAT) er að finna í kafla 15 (15.2 Special Procedures for In-Flight Contingencies in Oceanic Airspace) í verklagsreglum flugleiðsöguþjónustu - rekstrarstjórnun flugumferðar (Doc 4444), kafla 9 (Special Procedures) af Svæðisbundnum verklagsreglum (Doc 7030) og kafla 13 (Special Procedures for In-Flight Contingencies) af North Atlantic Operations and Airspace Manual (NAT Doc 007). Þessi viðbragðsáætlun á einnig við þegar notaður er 23 NM hliðaraðskilnaður.Contingency procedures applicable in the NAT Region are contained in Chapter 15 (15.2 Special Procedures for In- Flight Contingencies in Oceanic Airspace) of the Procedures for Air Navigation Services - Air Traffic Management (Doc 4444), Chapter 9 (Special Procedures) of the NAT Regional Supplementary Procedures (SUPPS) (Doc 7030) and Chapter 13 (Special Procedures for In- Flight Contingencies) of the North Atlantic Operations and Airspace Manual (NAT Doc 007). These procedures remain appropriate for the application of the 23 NM lateral separation.
Hliðrun flugferla (The strategic lateral offset procedure (SLOP)) sem leyfir hliðrun flugferils vélar um eina eða tvær sjómílur hægra megin við heimilaðan flugferil gildir innan NAT. Nákvæmar leiðbeiningar um notkun SLOP innan NAT er að finna í kafla 8 (8.5 Special In-Flight Procedures Strategic Lateral Offset Procedures (SLOP)) í North Atlantic Operations and Airspace Manual (NAT Doc007). Notkun SLOP allt að 2 NM hægra megin við miðlínu flugferils gildir einnig þar sem 23 NM lágmarkshliðaraðskilnaður er notaður.The strategic lateral offset procedure (SLOP) which distributes aircraft along a route or track centreline with offsets of one or two miles to the right thereof is a standard operating procedure in the NAT Region. Detailed guidance on SLOP application in the NAT Region is contained in Chapter 8 (8.5 Special In- Flight Procedures Strategic Lateral Offset Procedures (SLOP)) of the North Atlantic Operations and Airspace Manual (NAT Doc 007). Provisions for the application of SLOP up to 2 NM right of track or route centerline also apply where the 23 NM lateral separation minimum is being applied.

1.5 Flugáætlanagerð / Flight Planning

Flugstjórnarkerfi nýta upplýsingar í svæðum 10 (búnaður) og 18 (aðrar upplýsingar) flugáætlana til að greina getu loftfara til gagnasambands og flugleiðsögu. Flugrekandi skal greina frá búnaði loftfara á þennan hátt:Air traffic services (ATS) systems use Field 10 (Equipment) and Field 18 (Other Information) of the standard ICAO flight plan to identify an aircraft's data link and navigation capabilities. The operator should insert the following items into the ICAO flight plan:
 1. Svæði 10a (Samskipta- flugleiðsögu- og aðflugsbúnaður og geta);
  • setjið "J5" til að tilgreina CPDLC (FANS-1A) um INMARSAT eða "J7" til að tilgreina CPDLC (FANS-1A) um Iridium.
  • setjið "P2" til að tilgreina CPDLC RCP 240 samþykki.
 2. Svæði 10b (kögunarbúnaður og geta);
  • setjið "D1" til að tilgreina ADS-C með FANS-1/A eiginleika
 3. Svæði 18 (aðrar upplýsingar)
  • setjið stafina "PBN/" og síðan "L1" til að tilgreina RNP4.
  • setjið stafina "SUR/" og síðan "RSP180" til að tilgreina RSP 180 samþykki.
 1. Field 10a (Radio communication, navigation and approach aid equipment and capabilities);
  • insert "J5" to indicate CPDLC FANS1/A SATCOM (Inmarsat) and/or "J7" to indicate CPDLC FANS1/A SATCOM (Iridium) data link equipment.
  • insert "P2" to indicate CPDLC RCP 240 approval.
 2. Field 10b (Surveillance equipment and capabilities);
  • insert "D1" to indicate ADS-C with FANS 1/Acapabilities.
 3. Field 18 (Other Information);
  • insert the characters "PBN/" followed by "L1" for RNP4.
  • insert the characters "SUR/" followed by "RSP180" to indicate RSP180 approval.
Varakerfi fyrir samskipti er HF eða SATVOICE.Backup means of communication is HF voice or SATVOICE.
Takmarkanir vegna drægis eru eftirafarandi:
Flugvélar búnar Inmarsat SATCOM: Þjónustan er ekki veitt norðan við 80N.
Flugvélar búnar Iridium SATCOM: Engar takmarkanir.
Coverage limitations are as follows:
Inmarsat SATCOM equipped aircraft: The service is limited to the airspace south of 80N.
Iridium SATCOM equipped aircraft: There is no coverage limitation.
Flugvélar sem uppfylla RCP 240 og RSP 180 skulu taka þátt í verkefni um PBCS vöktun.RCP 240 and RSP 180 compliant aircraft operators must participate in the PBCS monitoring program

1.6 Notkun tækjabúnaðar sem merktur er í flugáætlun / Correct use of CNS equipment indicated in the flight plan

Áður en komið er inn í NAT svæðið skal áhöfn tryggja að:Before entering the NAT, the flight crew should ensure that:
 1. Vélin sé "logguð á" data link (J5, J7, D1) í samræmi við flugáætlun; og
 2. FMC sé stillt á RNP4 þegar það (L1) hefur veriðskráð í flugáætlun. Þetta er nauðsynlegt til að virkja RNP4 flugleiðsögu loftfarsins og tryggja að aðvaranir séu gefnar út frá þeirri forsendu.
 1. The aircraft is logged on for data link capability (J5, J7, D1) filed in the FPL; and
 2. RNP 4 is inserted into the Flight ManagementComputer (FMC), when RNP4 capability (L1) has been filed in the FPL. This is necessary to enable aircraft navigation system monitoring and alerting against the required RNP 4 navigation specification.

1.7 Staðfesting á staðsetningu varða / Verification of Waypoint Degrees and Minutes

Uppsetning ferla sem aðskildir eru með 23 sjómílum getur falið í sér notkun varða sem skilgreindar eru á hálfum gráðum breiddar. Takmarkanir á birtingu varða á skjám flugvéla veldur því að þjappa þarf saman nafni á vörðum sem skilgreindar eru með lengd og breidd í að hámarki sjö stafi, þannig að mínútur eru ekki sýndar í breidd. Í dæminu hér að neðan, birtast eftirfarandi vörður eins hvort sem vélin er að fljúga um hálfa eða heila gráðu (dæmi: N50W020 á myndinni hér fyrir neðan getur þýtt hvort heldur er heila gráðu (50 norður) eða hálfa gráðu (5030 norður) breiddar.Track spacing of 23 NM may involve the use of waypoints comprised of half degree coordinates. Existing flight deck map display limitations result in truncation of waypoints comprised of latitude/longitude to a maximum of seven characters; minutes of latitude are not displayed. In the example below, the representation would be the same if the flight was operating along whole or half degree waypoints (e.g, the N50W020 label in the figure below could represent a whole degree (5000 North) or a half- degree (5030 North) of latitude).

Eins og sjá má hér fyrir neðan, er hægt að skoða fulla 13- stafa framsetningu lengdar og breiddar varða í fluggagnakerfi flugvélarinnar. Til að minnka líkur á leiðsöguskekkjum sem orsakast af rangri innsetningu á vörðum í fluggagnakerfi flugvéla, er mikilvægt að flugmenn fylgi skilgreindu verklagi þar sem hvor flugmaður skoðar og staðfestir sjálfstætt þær gráður og mínútur varða sem skilgreina heimilaða flugleið og hlaðið hefur verið inn í fluggagnakerfi vélarinnar.As shown below, full 13-character representations of latitude/longitude waypoints can be viewed via the FMC display. To mitigate the possibility for gross navigation errors resulting from incorrect waypoint insertion, it is imperative that established flight deck procedures are followed whereby each pilot independently displays and verifies the degrees and minutes loaded into the FMC for each oceanic waypoint defining the cleared route of flight.

Flugmenn skulu einnig hafa í huga að, ef þeim er bent á að flugstjórnarkerfi sýni að vélin sé ekki að fylgja heimilaðri leið, ættu þeir strax að skoða fulla framsetningu lengdar og breiddar næstu og þarnæstu vörðu í fluggagnakerfi flugvélarinnar og bera saman við heimilaða flugleið áður en svarað er.Flight crews are further advised that, should they be notified that ATC systems indicate the aircraft is not flying the cleared route, they should immediately display the full degrees and minutes loaded into the FMC for the NEXT and NEXT + 1 waypoints, and verify against the cleared route before responding.
Til þess að minnka líkur á leiðsöguvillum á sendir flugstjórnarkerfið CPDLC skeytið CONFIRM ASSIGNED ROUTE stuttu eftir að flugvélin kemur inn í íslenska flugstjórnarsvæðið. Flugmaðurinn skal svara skeytinu með því að senda á CPDLC flugleið vélarinnar samkvæmt þeim leiðbeiningum sem gefnar eru út fyrir flugvélina (fyrir frekari upplýsingar sjá AIC A 012/2016 Staðfesting á heimilaðri flugleið).In order to reduce the likelyhood of navigation errors ATC will uplink the CPDLC message CONFIRM ASSIGNED ROUTE shortly after the aircraft enters the Reykjavik Control Area. The pilot shall respond to the message by downlinking the route from the FMC in accordance with the aircraft operating procedures (for more information see AIC A 012/2016 Confirm assigned route).

1.8 Viðbótarupplýsingar / Further Information

Upplýsingar um innleiðingu á minnkuðum aðskilnaði er að finna á síðu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar fyrir Evrópu og Norður Atlantshafssvæðin.Information concerning implementation of reduced separation minima in the NAT is provided on the ICAO European and North Atlantic Office website.
< https://www.icao.int/EURNAT/Pages/EUR-and-NAT-Document.aspx >
EUR & NAT Documents NAT Documents
Planning documents supporting separation reductions.
Ef óskað er frekari upplýsinga, vinsamlegast sendið tölvupóst til:For further Information, please contact:
Netfang / Email: procedures@isavia.is
Upplýsingabréf fellt út gildi / AIC hereby cancelled:
Ekkert / NIL
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi: /
NOTAM incorporated in this AIC:

Ekkert / NIL
ENDIR / END