GEN 1.5Mælitæki, búnaður og flugskjöl loftfara
Aircraft instruments, Equipment and Flight Documents

GEN 1.5.1 Almennt
General

Loftför sem starfrækt eru innan Reykjavík FIR, skulu fylgja ákvæðum ICAO, viðauka 6 - Rekstur loftfara og DOC 7030 - Regional Supplementary Procedures.Aircraft operating in Reykjavik FIR shall adhere to the provisions of ICAO Annex 6 “Operations of Aircraft” and ICAO Regional Supplementary Procedures Document 7030.
Sérstakar kröfur fyrir flug í íslenskri lofthelgi:Special requirements for the operation of aircraft in Icelandic territorial airspace:
Allir staðlar ICAO, viðauka 6, hluta II, eru í gildi.All standards of ICAO Annex 6 Part II are applicable.
Eftirfarandi tilmæli í ICAO, viðauka 6, hluta II, eru reglur á Íslandi: 2.4.2.4, 2.4.2.5, 2.4.4.2 og 6.10.5.2. Ennfremur eru tilmæli ICAO viðauka 10 hluti IV gr. 4.3.5.3.2 í gildi í íslensku loftrými sbr. AUR.ACAS.1005 í reglugerð ESB 1332/2011.Following recommendations of ICAO Annex 6 Part II have the status of standards in Iceland and are applicable as such: 2.4.2.4, 2.4.2.5, 2.4.4.2 and 6.10.5.2. In addition ICAO recommendation of Annex 10 volume IV art. 4.3.5.3.2 is applicable as a rule within the territory of Iceland as per. AUR.ACAS.1005 in Regulation EU No 1332/2011.
 1. Vopnabúnaður: Ekki er heimilt að flytja vopnabúnað með loftförum í íslenskri lofthelgi nema með sérstöku leyfi Samgöngustofu. Ath.: Vopnabúnaður á í þessu samhengi ekki við um venjulegar byssur, sem ætlaðar eru til veiða eða skotfimiæfinga, né heldur á það við um hluti úr neyðarbúnaði flugvéla eða öðrum slíkum búnaði sem er nauðsynlegur öryggi flugsins, farþega eða áhafnar. Sama á við um merkjablys o.s.frv.
 2. Tryggingar: Í samræmi við XI. kafla laga um loftferðir, nr. 60/1998 (A1.1), skal eigandi loftfars, sem starfrækt er í íslenskri lofthelgi, hafa fullnægjandi tryggingu til að útkljá hugsanlegar kröfur sem gerðar yrðu á hann vegna slysa á fólki eða skemmda á eignum sem rekja má til notkunar loftfarsins.
 3. Millilandaflug til Íslands með eins hreyfils flugvél eða fjölhreyfla flugvél sem ekki getur haldið áfram flugi ef markhreyfill hennar verður óvirkur: Eldsneytis- og olíubirgðir, sem teknar eru með, ættu að endast að minnsta kosti til að fljúga til þess flugvallar, sem áætlað er að fljúga til, og síðan til flugs í 3 klst.
 4. Millilandaflug. Flugstjóri í millilandaflugi til eða frá Íslandi skal hafa gilda blindflugsáritun.
 5. Eins hreyfils landflugvélum skal ekki flogið lengra frá landi en svo að hægt sé að ná til lands í renniflugi. Samgöngustofa getur þó veitt sérstakt leyfi fyrir ferjuflug yfir haf og milli landa, svo og fyrir einkaflug tímabilið frá apríl til september að því tilskyldu að:
  • flugstjórinn hafi a.m.k. 500 klst. flugreynslu og gilda blindflugsáritun,
  • flugvélin sé skráð til blindflugs og meðferðis sé björgunarbátur af viðurkenndri gerð er rúmi alla um borð. Báturinn skal búinn neyðarsendi.
 1. Armaments: Armaments may not be carried on board aircraft in Icelandic territorial airspace unless a special permission has been granted by the Icelandic Transport Authority. Note: The term armaments does not, in this context, include ordinary guns for hunting or marksmanship practice or items pertaining to the emergency and alerting equipment of the aircraft or such other items as are deemed necessary for the safety of the flight, the passengers or the crew. The same applies for signal flares etc.
 2. Insurance: In accordance with chapter XI. of Aviation Act No. 60/1998 (A1.1) the owner of an aircraft, which is operated in Icelandic territorial airspace, shall have taken and shall maintain insurance or other guaranties, deemed to be sufficient, for settlement of claims which possibly could be levied upon the owner or the operator of the aircraft for damage to persons or property outside the aircraft as a result of its use.
 3. International flights to Iceland in any single-engined airplane or in any multi-engined airplane that is unable to maintain flight in the event of failure of its critical engine: At least sufficient fuel and oil should be carried to allow the airplane to fly to the aerodrome to which the flight is planned, and thereafter for a period of 3 hours.
 4. International flights. The pilot-in-command of flights to and from Icelandic territorial airspace shall have a valid instrument rating.
 5. Single engine land-planes shall not be flown farther away from land than a distance it will be able to reach land gliding. The Icelandic Transport Authority can issue a special permit for ferry flights over the ocean and for international flights, and for general aviation during the period from April to September provided that:
  • The Commander has at least 500 HR flight experience and a valid instrument rating.
  • The airplane is registered for IFR flight and carries a life-raft of an approved type able to carry all persons on board. The life-raft shall be equipped with an ELT.

GEN 1.5.2 Flugritar (Flugvélar)
Flight recorders (Airplanes)

Hljóðritar skulu geta geymt skráðar upplýsingar undanfarandi 30 mínútur sem þeir voru í gangi. Flugvélar sem veitt hefur verið lofthæfiskírteini í fyrsta sinn 1. janúar 1990 eða síðar skulu geta geymt skráðar upplýsingar undanfarandi tveggja klukkustunda.A cockpit voice recorder shall be capable of retaining the information recorded during at least the last 30 minutes. Airplanes first issued with certificate of airworthiness certificate on or after 1 January 1990 shall be capable of retaining the information recorded during at least the last two hours of its operation.

GEN 1.5.3 Ratsjársvarar
Transponder

Vélar sem fljúga samkvæmt blindflugsreglum í Flugupplýsingasvæði Reykjavíkur skulu búin SSR ratsjársvara sem sendir frá sér hæðarupplýsingar. Öll loftför sem fljúga innan FAXI TMA skulu búin ratsjársvara.All aircraft operating as IFR flights in the Reykjavik flight information region shall be equipped with a pressure-altitude reporting SSR transponder. All flights operating within FAXI TMA, shall be equipped with an SSR transponder.

GEN 1.5.4 Merkjasendingarbúnaður
Signalling equipment

Í samræmi við viðeigandi ákvæði Annex 10 við stofnskrá Alþjóðastofnunarinnar - ICAO, um langflug yfir haf eða vötn, skulu allar flugvélar vera búnar neyðarsendistöð sem sendir á VHF-tíðni. Þegar um eins hreyfils flugvél er að ræða sem flogið er fjær landi en 185 km (100 NM) þar sem hæglega mætti nauðlenda og þegar um fjölhreyfla flugvél er að ræða sem haldið getur áfram með einn hreyfil óvirkan sem flogið er fjær landi en 370 km (200 NM), skal henni komið þannig fyrir að auðvelt sé að taka hana í notkun í neyðartilfelli. Tækið skal vera færanlegt, sjálffleytið, vatnsvarið og óháð aflkerfum flugvélarinnar og hæft til notkunar fjarri flugvélinni af mönnum sem ekki hefur verið sérstaklega kennt að nota hana.All airplanes when operated on extended flights over water shall be equipped with: when over water away from land suitable for making an emergency landing at a distance of more than 185 km (100 NM), in the case of single-engine airplanes, and more than 370 km (200 NM), in the cae of multi-engine airplanes capable of continuing flight with one engine inoperative, a survival radio equipment, operating on VHF, and in accordance with the relevant provisions of Annex 10, stowed so as to facilitate its ready use in an emergency. The equipment shall be portable, self-buoyant, water-resistant, not dependent for operations upon the airplane power supply and capable of being operated away from the airplane by unskilled persons.

GEN 1.5.5 Björgunarbúnaður
Survival equipment

Allar flugvélar yfir tilgreindum svæðum. Í flugi eins hreyfils flugvéla skal hafa meðferðis búnað sem tryggi öryggi áhafnar og farþega í a.m.k. sólarhring ef til nauðlendingar kæmi. Búnaður skal miðaður við aðstæður hverju sinni svo sem varmapokar, skjólfatnaður og neyðarkostur.All airplanes on flights over designated land areas. Single engine airplanes when flying in Icelandic territorial airspace shall be equipped with life-saving equipment sufficient to ensure the safety of the crew and passengers for at least 24 hours in the event of an emergency landing. The life-saving equipment shall be appropriate to circumstances and may include winter sleeping bags, warm clothes and emergency provisions.
Allar eins hreyfils eða fjölhreyfla flugvélar sem ekki geta haldið lágmarkshæð þegar markhreyfill þeirra verður óvirkur í langflugi yfir haf, skulu vera búnar tiltækum vatnsþéttum flotbúningi fyrir sérhvern um borð ásamt fatnaði sem haldið getur nægum hita á þeim er búninginn notar, þegar flogið er fjær landi þar sem hæglega mætti nauðlenda en 93 km (50 NM).All single engined airplanes or any multi-engined airplane that is unable to maintain minimum altitude on extended flights over water shall have a readily accessible watertight immersion suit including clothes which provides thermal protection for each occupant at a distance of more than 93 km (50 NM) away from land suitable for making an emergency landing.
Allar eins hreyfils landflugvélar* sem flogið er lengra frá landi en svo að hægt sé að ná til lands í renniflugi skulu búnar björgunarvesti eða sambærilegan búnað fyrir alla um borð sem skulu geymd þar sem auðveldlega má ná til þeirra úr sætum eða legurúmum þeirra sem þau eru ætluð.All single-engine land-planes* when flying en route over water beyond gliding distance from the shore must carry one life jacket or equivalent individual floatation device for each person on board, stowed in a position easily accessible from the seat or berth of the person for whose use it is provided.
*Einnig láðs- og lagarflugvélar sem starfræktar eru sem landflugvélar.* Landplanes includes amphibians operated as landplanes.

GEN 1.5.6 FM ónæmi
FM immunity

Öll loftför sem starfrækja á í blindflugi skulu hafa VHF- fjarskiptabúnað, miðlínugeisla í blindlendingarkerfi (ILS) og móttökubúnað fjölstefnuvita (VOR) af þeirri tegund sem hafa verið samþykktir og uppfylla staðla um afkastagetu varðandi ónæmi fyrir FM truflunum. Sjá ICAO viðbæti 10, bindi I og 3.All aircraft to be operated in IFR shall be equipped with VHF communication equipment, ILS Localiser and VOR receivers of a type that has been approved as complying with the FM immunity performance standards. See ICAO Annex 10, volume 1 and 3.
Samgöngustofa veitir ríkisflugvélum sem uppfylla ekki kröfur um FM ónæmi í ICAO viðbæti 10, undanþágu til flugs innan Reykjavík FIR með eftirfarandi skilyrðum:
 • Á leiðum: Engar
 • TMA: Skilyrðin eiga ekki við VOR ILS eða LLZ aðflug sem eru með tíðnir sem eru hærri en 109,0 MHz. Þegar flogið er ILS eða LLZ aðflug á tíðninni 109,0 MHz eða lægra, skal fylgst með áttarhorninu eða aðfluginu annað hvort með ratstjá á jörðu niðri eða öðrum sjálfstæðum siglingatækjum eftir því sem er viðeigandi. Þetta á við LLZ á braut 28 í Keflavík.
The Icelandic Transport Authority grants State aircraft which do not fulfil the requirements of ICAO Annex 10 for FM immune receivers a waiver to operate within the Reykjavik FIR with the following restrictions:
 • Enroute: None.
 • TMA: For VOR, ILS or LLZ approaches with frequencies above 109.0 MHz no restrictions apply. When flying ILS or LLZ based approaches with frequencies at or below 109.0 MHz the azimuth or the approach must be monitored either by ground radar or other independent navigation aids as appropriate. Those are the LLZ for runway 28 at Keflavik Airport.

GEN 1.5.7 Notkun árekstrarvara (ACAS II)
Use of Airborne Collision Avoidance System (ACAS II)

(A2 - 3.2; A6, Part I - 6.18; A10 - Vol. IV kafli 4;(A2 - 3.2; A6, Part I - 6.18; A10 - Vol. IV Chapter 4;
A11 - 2.4.2; P-OPS, Vol. I, hluti III; P-ATM, kaflar 4 og 10)A11 - 2.4.2; P-OPS, Vol. I, Section III; P-ATM, Chapters 4 and 10)
GEN 1.5.7.1 Kröfur og notkun ACAS II
Carriage and operation of ACAS II
Allar flugvélar sem gerðar eru fyrir 19 farþega eða fleiri eða eru þyngri en 5700 kg skulu sem fljúga í NAT svæðinu skulu hafa um borð og nota ACAS II útgáfu 7.1.ACAS II version 7.1 shall be carried and operated in the NAT Region by all turbine-engined aeroplanes having a maximum certificated take-off mass exceeding 5 700 kg or authorized to carry more than 19 passengers.