Contact

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík / Isavia, Reykjavik Airport, IS-101 Reykjavik, Iceland

Sími / Telephone: + 354 424 4000

Símbréf / Telefax: + 354 424 4001

isavia@isavia.is

http://www.isavia.is/

AIC for ÍSLAND / ICELAND

AIC

B 001/2019

Effective from 21 JUN 2019

Published on 21 JUN 2019

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
Westman Islands festival

Efnisleg ábyrgð: Isavia, Flugleiðsögusvið - FLS.
Content Responsibility: Isavia, Air Navigation Services Division.

1. Inngangur / Introduction

Vegna þjóðhátíðar í Vestamannaeyjum er fyrirséð að flugumferð um Vestmannaeyjaflugvöll (BIVM) muni aukast verulega dagana 2. - 5. ágúst 2019. Between 2nd to 5th of August traffic around Vestmannaeyjar airport (BIVM) is expected to increase significantly due to a outdoor festival in the Westman Islands.
Upplýsingabréf þetta á við þessa daga.This AIC applies for those days.
Til tryggja örugga farþegaflutninga til og frá Vestmannaeyjum mun eftirfarandi verklag gilda.To ensure flight safety to and from Westman Islands the following restrictions apply.

1.1 Almennt / General

Auglýstur þjónustutími flugumferðarþjónustu verður samkvæmt eftirfarandi töflu:ATS service hours will be in accordance with the table below:
Dagsetning / DateDagur / WeekdayFrá / FromTil / To
2. ágúst / 2nd AugustFöstudagur / Friday06:3023:00
3. ágúst / 3rd AugustLaugardagur / Saturday09:0020:00
4. ágúst / 4th AugustSunnudagur / Sunday09:0021:00
5. ágúst / 5th AugustMánudagur / Monday06:3023:00
Ekki er heimilt að lenda á flugvellinum utan þess tíma, þó er hægt að fá undanþágu vegna sjúkra- og neyðarflugs í síma 481 1969. Athugið að í AIP BIVM AD grein 2.3, lið 12, er greint frá því að flugumferðarþjónusta sé veitt utan þjónustutíma gegn gjaldi, sú grein mun ekki vera virk þessa daga. Utan þjónustutíma mun flugumferðarþjónusta einungis verða virkjuð fyrir sjúkra og neyðarflug.Landings are prohibited outside published operational hours. Be advised, in AIP ICELAND BIVM AD section 2.3, item 12, it is stated that ATS services are available on request outside operational hours. Surcharges apply. These days this does not apply. ATS services will only be available outside operational hours for hospital and emergency flights, for service call 481 1969.

1.2 Tilhögun flugleiðsöguþjónustu / Air traffic services procedures

Á þjónustutíma flugumferðarþjónustunnar er BIVM ATZ skilgreint sem haftasvæði.During ATS service hours, BIVM ATZ is defined as a restricted area.

 1. ATHUGIÐ: Leggja þarf inn flugáætlun fyrir allt sjónflug, sem áætlað er að fljúga til eða frá BIVM, í síma 424 4591 (Vestmannaeyjar flugradíó), hvort sem upphaf ferðar er í BIVM eða á öðrum flugvöllum eða lendingarstöðum.
 2. ATHUGIÐ: Öllu flugi verður úthlutaður þjónustutími til athafna innan BIVM ATZ, sjónflugi verður úthlutaður þjónustutími á sama tíma og lögð er inn flugáætlun hjá Vestmannaeyjar flugradíó.
 3. Á tímabilinu hefur flutningaflug forgang við úthlutun þjónustutíma á Vestmannaeyjaflugvelli.
 4. Á gildistíma haftasvæðis verður flugi úthlutaður þjónustutími með hliðsjón af áætluðu umferðarmagni. Flugmönnum er bent á að leggja inn flugáætlun tímanlega til þess að auka líkur á að fá þjónustu á umbeðnum tíma. Loftförum sem ekki hafa fengið úthlutaðan þjónustutíma munu ekki fá leyfi til að athafna sig innan haftasvæðisins. Ekki er tryggt að hægt verði að veita öllu einkaflugi þjónustu á gildistíma haftasvæðis.
 5. Leggja skal inn flugáætlun (FPL) fyrir allt sjónflug til og frá Vestmannaeyjaflugvelli í síma 424 4591.
  Ekki er tekið við flugáætlunum (FPL) á vinnutíðni Vestmannaeyja flugradíó.
 6. Kennsluflug og æfingaflug er bannað innan haftasvæðisins.
 1. ATTENTION: All VFR flights intending to land or depart at BIVM must file a flight plan (FPL) via Vestmannaeyjar Information (AFIS) telephone 424 4591. This applies whether point of origin is BIVM or any other airport in Iceland.
 2. ATTENTION: All flights will receive a service slot within BIVM ATZ, VFR flights will be issued a service slot when a FPL is filed with Vestmannaeyjar Information.
 3. During these days Commercial flights will have priority on service slots issued at BIVM airport.
 4. All flights intending to fly within BIVM ATZ restricted area will be issued a service slot within the ATZ with reference to planned traffic. Pilots should file their FPL in a timely manner to increase the likelihood of receiving a service slot within their desired time-frame. Aircraft that have not been issued a service slot within the ATZ will not be allowed to manoeuvre within it. Due to high traffic volumes VFR private flights cannot be guaranteed a service slot.
 5. All VFR flight plans to and from BIVM shall be submitted to BIVM AFIS, tel: 424 4591.
  Flight plans will not be accepted via VHF tower frequency.
 6. Training and practice flights are prohibited within the ATZ.

1.3 Blindflug / IFR flights

 1. Notaðar verða fastar aðflugs- og brottfararleiðir fyrir blindflug að og frá Vestmannaeyjum (sjá AIP BIVM AD 2.24.7.1-1 eða BIRK AD 2.24.7.5-1).
 2. Fyrir blindflugsáætlun frá Reykjavík til Vestmannaeyja skal plana:
  SELVO VM (SID SELVO 1E)
 3. Fyrir blindflugsáætlun frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur skal plana:
  TUNGA SE KUSUR eða TUNGA SE EL ef ekki er unnt að fljúga um KUSUR.
 1. Fixed approach and departures routes will be used to and from BIVM (ref. AIP BIVM AD 2.24.7.1-1 or BIRK AD 2.24.7.5-1).
 2. IFR flights from BIRK to BIVM shall plan:
  SELVO VM (SID SELVO 1E)
 3. IFR flights from BIVM to BIRK shall plan:
  TUNGA SE KUSUR or TUNGA SE EL if unable KUSUR.

1.4 Umferð um flughlað Vestmannaeyjaflugvallar / Traffic on Vestmannaeyjar apron

Vegna þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum munu eftirfarandi reglur gilda um umferð loftfara á flughlaði Vestmannaeyjaflugvallar.During Westman Islands national festival the following rules will apply to aircraft operating on the apron.
 1. Umferð á flughlaði er stjórnað af flugvallarstarfsmönnum Isavia og ber flugmönnum að hlíta fyrirmælum þeirra um akstur á hlaði, staðsetningu og gangsetningu loftfara.
  Til leiðbeininga eru notaðar upplýstar bendikeilur.
 2. Flugmenn loftfara í einkaflugi sem hyggjast hafa viðdvöl á flugvellinum skulu hafa samband við flugvallarstarfsmenn Isavia til að fá upplýsingar um hvar leggja skuli loftförunum. Einnig skulu þessir aðilar gefa upp nafn og símanúmer þar sem hægt verður að ná í þá meðan á dvöl stendur.
 3. Sérstaklega skal tekið fram að óheimilt verður að gangsetja loftför án leyfis starfsmanns á flughlaði.
 4. Vegna mikils umferðarálags og þrengsla á flughlaði getur skapast hætta vegna gangandi farþega og eru flugmenn beðnir að sýna varkárni og tillitsemi.
 1. Traffic on the apron is supervised by apron personnel. Pilots shall comply with the instruction of apron personnel when it comes to taxiing, parking and start-up of aircraft.
  Marshalling signals will be used on the apron.
 2. Pilots of private aircraft that intend to park at the airport shall contact apron personnel to co-ordinate a parking stand for the aircraft. Furthermore pilots shall provide apron personnel with their name and a telephone number where they can be reached during their stay in Westman Islands.
 3. It shall be noted that start-up without prior approval from personnel on the apron is prohibited.
 4. Due to high traffic volumes and limited space on the apron pilots are urged to use caution and pay special attention to pedestrian traffic on the apron.

1.5 Viðbótarupplýsingar / Further Information

Ef óskað er frekari upplýsinga, vinsamlegast sendið tölvupóst til: procedures@isavia.is For further Information, please contact: procedures@isavia.is
END
Upplýsingabréf felld úr gildi / AIC hereby cancelled:
Ekkert / NIL