Leyfi þarf frá flugyfirvöldum fyrir klifri á mönnuðum frjálsum loftbelgjum. | The ascent of a manned free balloon requires permission from the aeronautical authority. |
Klifur loftbelgja í festireipi er aðeins leyft ef samþykki flugyfirvalda er fyrir hendi. Sams konar samþykki þarf fyrir flugdreka ef þeim er flogið með bandi sem er lengra en 300 fet (100 m). Klifur flugdreka innan hindranaflata flugvalla svo og innan 3 km fjarlægðar frá svæðamörkum flugvalla og svifflugvalla er bannað. Flugyfirvöld geta veitt undanþágur. | The ascent of captive balloons is permitted only with the consent of the aeronautical authority. For kites, this consent is required if they are held by a rope of more than 300 ft (100 m) in length. Kite ascents within the obstruction zone of airports as well as within a distance of less than 3 km from the boundary of airfields and gliding sites are prohibited. The aeronautical authority may grant exemptions. |
Þar sem leyfi þarf fyrir klifri loftbelgja með festireipi og flugdreka skal festireipi þeirra merkt á 300 feta (100 m) millibili með rauðu/hvítu flaggi að degi til og með rauðu og hvítu ljósi að nóttu á þann hátt að þau séu þekkjanleg loftförum úr öllum áttum. | The mooring rope of captive balloons and kites, the ascent of which requires permission, shall be marked, at spacings of 300 ft (100 m), by red/white flags during the day, and by red and white lights at night, in such a manner that it is recognizable to other aircraft from all directions. |
Reglur um flug fjarstýrðra loftfara (dróna eða flugmódela) er að finna í reglugerð um starfrækslu fjarstýrðra loftfara nr. 990/2017. Reglugerðin gerir greinarmun á því hvort um flug fjarstýrðra loftfara í atvinnuskyni eða tómstundaskyni er að ræða, en sérstök skilyrði gilda fyrir notkun fjarstýrðra loftfara sem flogið er í atvinnuskyni, sjá nánar í reglugerð. | Rules on flight of remotely piloted aircraft (drones or aircraft models) can be found in Regulation No. 990/2017 on the operation of remotely piloted aircraft. The regulation distinguishes between flight of remotely piloted aircraft for leisure or professional purpose, but specific requirements apply to the operations of remotely piloted aircraft when used for professional purpose. |
Eftirfarandi eru almennar takmarkanir á flugi fjarstýrðra loftfara (dróna eða flugmódela) skv. reglugerðinni, en nánari ákvæði og kröfur um flug fjarstýrðra loftfara (dróna eða flugmódela) er að finna í reglugerðinni. | Following are general restrictions on the flight of remotely piloted aircraft (drones or aircraft models) according to the Regulation, but further requirements for the flight of remotely piloted aircraft (drones or aircraft models) are stipulated in the Regulation. |
Óheimilt er að fljúga fjarstýrðu loftfari (dróna eða flugmódeli) yfir mannfjölda. | It is prohibited to fly a remotely piloted aircraft over crowds of people. |
Innan þéttbýlis er eingöngu heimilt að fljúga í tómstundaskyni fjarstýrðu loftfari (dróna eða flugmódeli) sem vegur að hámarki 3 kg. Ekki skal flogið nær íbúðarhúsnæði eða athafnasvæðum en 50 m nema með heimild frá eiganda, umráðanda eða húsfélagi. | Within urban areas, remotely piloted aircraft (drone or aircraft model) that is being flown for leisure may weigh a maximum of 3 kg. Without consent from the owner, caretaker or residents´ association, remotely piloted aircraft (drone or aircraft model) may not be flown closer to residential buildings or premises, than 50 meters. |
Utan þéttbýlis er heimilt að fljúga fjarstýrðu loftfari (dróna eða flugmódeli) sem vegur að hámarki 25 kg. Ekki skal flogið nær frístundahúsum, íbúðarhúsnæði eða athafnasvæðum utan þéttbýlis en 150 m án heimildar eiganda eða umráðanda. | In areas outside urban areas, remotely piloted aircraft (drone or aircraft model) weighing a maximum of 25 kg may be flown. Without consent from the owner or caretaker, remotely piloted aircraft may not be flown closer to summer houses, residential buildings or premises outside urban areas, than 150 meters. |
Fylgja skal fyrirmælum, takmörkunum og banni flugumferðarþjónustu, lögreglu, Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu sem og annarra yfirvalda um flug fjarstýrðra loftfara (dróni eða flugmódel) á tilteknum svæðum, þ.á.m. takmörkunum sem settar eru innan friðlýstra svæða á grundvelli laga um náttúruvernd eða á grundvelli sérlaga sem um viðkomandi svæði kunna að gilda. | The instructions, restrictions and prohibition by air traffic services, police, the Icelandic Coast Guard, the Icelandic Transport Authority and other authorities on flights of remotely piloted aircraft (drone or aircraft model) in specific areas shall be followed, including restrictions of flights within protected areas based on the Nature Conservation Act or on the basis of special acts that may apply to the area concerned. |
Taka skal tillit til allrar flugumferðar sem og annarrar umferðar. Fylgjast skal með loftrými þar sem flug á sér stað svo að hægt sé að stöðva flug/víkja ef loftför með stjórnanda um borð nálgast rýmið. Jafnframt skal þess gætt að flug trufli ekki aðra umferð s.s. skipa eða ökutækja eða sé til þess fallið að skerða athygli stjórnenda eða annarra um borð. Fjarstýrð loftför (dróni eða flugmódel) skulu víkja fyrir annarri umferð og óheimilt er að nýta fjarstýrt loftfar til að hafa áhrif á aðra umferð. | All air traffic as well as other traffic shall be taken into account. Airspace shall be monitored where remote piloted flights (drone or aircraft model) take place so that the flight can be stopped or diverted if manned aircraft approaches the space. At the same time, care shall be taken that flights will not interfere with any other traffic such as ships or vehicles and not impair the attention of pilots or other persons on board. Remotely piloted aircraft (drone or aircraft model) shall keep out of the way of other traffic and may not be used to affect other traffic. |
Óheimilt er að fljúga fjarstýrðu loftfari (dróna eða flugmódeli) í meiri hæð en 120 m yfir láði og legi. | It is prohibited to fly a remotely piloted aircraft (drone or aircraft model) at an altitude greater than 120 m above the ground or sea. |
Óheimilt er að fljúga innan 150 metra fjarlægðar frá opinberum byggingum s.s. Alþingi, forsetabústað, ráðuneytum, lögreglustöðvum og fangelsum. | It is prohibited to fly within 150 meters from public buildings such as Parliament, the President's Residence, ministries, police stations and prisons. |
Leyfi rekstraraðila flugvallar þarf til þess að fljúga fjarstýrðu loftfari (dróna eða flugmódeli) innan flugvallarsvæða. | A permit from the airport operator is required for flying a remotely piloted aircraft (drone or aircraft model) within an aerodrome area. |
Leyfi Isavia þarf til þess að fljúga fjarstýrðu loftfari (dróna eða flugmódeli) innan: | A permit from Isavia is required for flying a remotely piloted aircraft (drone or aircraft model) within: |
- 2 km frá svæðamörkum Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar;
- 1,5 km frá svæðamörkum annarra áætlunarflugvalla,
| - 2 km from Keflavik Airport, Reykjavik Airport, Akureyri Airport and Egilsstadir Airport;
- 1.5 km from the boundary of other airports with scheduled air transport,
|
að því undanskildu að flug er heimilt ef loftfarinu er flogið undir hæð hæstu mannvirkja í næsta nágrenni við flugferil loftfarsins. | with the exception that flights may be operated below the height of the highest structures in the immediate vicinity of the flight trajectory of the aircraft. |
Gátt fyrir umsóknir um leyfi er að finna á heimasíðu Isavia. | Application for permission shall be filed on the Isavia website. |
Í kringum flugbrautir annarra flugvalla og lendingarstaða skal sýna ýtrustu varkárni og gæta fyllsta öryggis. Fjarstýrð loftför (dróni eða flugmódel) skulu ávallt víkja fyrir annarri flugumferð. Upplýsingar um svæðamörk flugbrauta og áætlunarflugvelli er að finna á vef Samgöngustofu. | Extreme caution and care shall be exercised in the proximity of other aerodromes and landing and take-off areas. Remotely piloted aircraft (drone or aircraft model) shall always make way for other air traffic. Information on boundaries of runways and scheduled air service airports can be found on the website of the Icelandic Transport Authority. |
Flug fjarstýrðra loftfara (dróni eða flugmódeli) skal ávallt fara fram í augsýn fjarflugmanns eða umsjónarmanns fjarstýrðs loftfars. Þó er heimilt að fljúga fjarstýrðu loftfari (dróna eða flugmódeli) sem vegur minna en 3 kg úr augsýn fjarflugmanns sé um að ræða flug utan þéttbýlis og byggðra svæða, að því gefnu að aðskilnaður sé tryggður og að flug ógni ekki fólki, dýrum og loftförum með stjórnanda um borð eða sé til þess fallið að valda tjóni á eignum eða raska varpstöðvum eða búsvæðum villtra dýra. | Remotely piloted aircraft flights (drone or aircraft model) shall always be conducted within the visual line of sight of a remote pilot or an RPA observer of a remotely piloted aircraft. However, a remotely piloted aircraft (drone or aircraft model) weighing less than 3 kg may be flown out of line of sight of a remote pilot in case of flights outside urban and habited areas provided that spacing is ensured and provided that the flight does not threaten persons, animals and manned aircraft or causes damage to property or disruption to bird colonies or wildlife habitats. |
Samgöngustofa sér um veitingu leyfa og undanþága fyrir fjarstýrð loftför (dróna eða flugmódel) sem ekki er flogið í tómstundaskyni í öðrum tilvikum en þegar um er að ræða flug í nágrenni flugvalla, í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 990/2017 um fjarstýrð loftför. | The Icelandic Transport Authority issues permits and exemptions for the operations of non-recreational, remotely piloted aircraft, according to Regulation No 990/2017. |
Gátt fyrir umsóknir um leyfi og undanþágu fyrir fjarstýrð loftför sem ekki er flogið í tómstundaskyni er að finna á heimasíðu Samgöngustofu. | Application for permission or exemptions for the operations of non-recreational, remotely piloted aircraft shall be filed on the Icetra website. |