Contact

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík / Isavia, Reykjavik Airport, IS-101 Reykjavik, Iceland

Sími / Telephone: + 354 424 4000

Símbréf / Telefax: + 354 424 4001

ais@isavia.is

http://www.isavia.is/

AIC for ÍSLAND / ICELAND

AIC

A 009/2015

Effective from 18 SEP 2015

Published on 18 SEP 2015

Recommended use of ARINC-424 identifiers / Notkun AIRINC-424 auðkenningar

Efnisleg ábyrgð: Isavia, Flugleiðsögusvið - FLS (SA). Content Responsibility: Isavia, Air Navigation Services Division (SA).

1. Notkun AIRINC-424 auðkenningar fyrir hálfrar gráðu vörður innan flugstjórnarsvæðis Íslands (BIRD CTA) / Recommended use of ARINC-424 identifiers for half-degree waypoints in the Reykjavik Control Area (BIRD CTA)

1.1 Inngangur / Introduction:

Hefðbundin aðferð við vörðun flugleiða yfir Norður-Atlantshafið er að notaðir séu punktar á heilum gráðum breiddar og heilum tug lengdar (t.d. 65°N/10°W, 54°N/20°W o.s.f.v.). Þessi aðferð hentar vel í MNPS loftrýminu þar sem lágmarkshliðarskilnaður er 60 sjómílur (NM) og ferlarnir liggja í austlæga/vestlæga stefnu. Tekið skal fram að samkvæmt núverandi reglum má aðskilnaðurinn raunar fara allt niður í rúmlega 50 sjómílur. Þann 12. nóvember 2015 hefst tilraunaverkefni þar sem innleiddur verður 25 sjómílna hliðaraðskilnaður með því að skilgreina NAT ferlana (OTS) á hálfum gráðum breiddar í stað heilla.Flights operating eastbound or westbound within the North Atlantic (NAT) Region are normally flight planned so that specified ten degrees of longitude (30°W, 40°W etc.) are crossed at whole degrees of latitude. This operating concept has supported a lateral separation minimum of 60 nautical mile (NM) in the NAT minimum navigation performance specification (MNPS) airspace. Commencing 12 November 2015, an operational trial of a 25 NM lateral separation minimum will be implemented by establishing NAT organized track system (OTS) tracks that are spaced by one-half degree of latitude.
Flugleiðsögubúnaður notar mörg mismunandi snið við meðhöndlun nafnlausra varða sem skilgreindar eru í breidd og lengd. Ýmist eru notast við sjálfvirkni við innsetningu slíkra varða eða þær slegnar inn handvirkt. Þótt útgefnar reglur krefjist þess að báðir áhafnarmeðlimir staðfesti að rétt gildi hafi verið sett í flugleiðsögukerfi hafa flugleiðsöguvillur sýnt fram á að sumar aðferðir við innsetningu slíkra varða eru líklegri til að valda villum en aðrar.Insertion of latitude/longitude waypoints into the flight management computer (FMC) can be achieved using multiple formats and accomplished via automated or manual means. However, while standard pilot pre-flight and in-flight procedures call for each pilot to independently display and verify the degrees and minutes loaded into the FMC for each waypoint defining the cleared route of flight, recent occurrences of gross navigation errors within the NAT Region indicate that certain formats and entry methods for insertion of latitude/longitude waypoints are more error prone than others.
Sérstaklega hefur borið á því að slíkar villur tengist handvirkum innslætti styttinga sem skilgreindar eru samkvæmt málsgrein 7.2.5 í ARINC staðli 424 (5050N = 50°N/50°W, N5050 =50°30'N/50°W).In particular, manual entry of latitude/longitude waypoints using short codes derived from the ARINC 424 paragraph 7.2.5 standard (5050N = 50°N/50°W, N5050 =50°30'N/50°W) has been directly associated as a causal factor contributing to many of these recent occurrences.

1.2 Tilgangur upplýsingabréfs / Purpose of Circular

Hlutverk þessa upplýsingarbréfs er að benda flugrekendum, dreifingaraðilum flugagnagrunna og þeim er gera flugáætlanir á eftirfarandi atriði sem huga ber að til að minnka líkurnar á villum:This Aeronautical Information Circular (AIC) advises operators, navigational database vendors and flight planning services that, due to the unresolved potential for FMC insertion errors:
  1. Flugagnagrunnar ættu EKKI að innihalda styttingar á staðsetningu nafnlausra varða í flugstjórnarsvæði Íslands þar sem notast er við forskrift ARINC-424 málsgreinar 7.2.5 ("Nxxxx").
  2. Ef þörf er á styttingum á staðsetningu nafnlausra varða sem staðsettar eru á hálfri breiddargráðu þá er mælt með notkun líks sniðs en með öðrum upphafsstaf: "Hxxxx".
  1. Aircraft navigation data bases should NOT contain waypoints in the Reykjavik Control Area in the ARINC-424 paragraph 7.2.5 format of "Nxxxx".
  2. If an aircraft operator or flight planning service has an operational need to populate data bases with half-degree waypoints in the Reykjavik Control Area, they are advised to use the alternate format "Hxxxx".
Þessar upplýsingar verða birtar í kafla ENR 1.8, í Flugmálahandbók Íslands (AIP), vorið 2016.The information provided is intended for publication in chapter ENR 1.8, AIP ICELAND, the Spring 2016.

1.3 Bakgrunnur / Background

Þær reglur um styttingu upplýsinga um lengd og breidd ónefndra varða sem nú eru tilgreindar í málsgrein 7.2.5 af ARINC staðli 424 byggjast á því að bókstafurinn "N" sé notaður ýmist sem forskeyti eða viðskeyti eftir því hvort tákna skal heila eða hálfa gráður breiddar. Dæmi:For waypoints inserted into the FMC using the existing ARINC 424 paragraph 7.2.5 format, the placement of "N" for NORTH latitude either before or after the numbers representing latitude and longitude determines whether the display represents ½ degree or a whole degree of latitude. For example:
  1. "4050N" táknar 40 gráður norðlægrar breiddar og 50 gráður vestlægrar lengdar.
  2. "N4050" táknar 40 gráður og 30 mínútur norðlægrar breiddar og 50 gráður vestlægrar lengdar.
  1. "4050N" represents 40 degrees NORTH latitude and 50 degrees WEST longitude; whereas
  2. "N4050" represents 40 degrees, 30 minutes NORTH latitude and 50 degrees WEST longitude.
Vegna þess hversu lítill munur er á þessum tveimur styttingum er talsverð hætta á innsláttarvillum þegar í gagnagrunni er að finna báðar útgáfurnar. Það eykur enn á þessa hættu að skjábúnaður loftfara er með ýmsum annmörkum sem valda því að erfitt er fyrir áhöfn að greina slíkar villur. Þannig getur þessi búnaður eins og hann er í dag hannaður ekki sýnt brot af gráðum jafnvel þótt varðan sé þannig staðsett heldur einungis heilar gráður.When a database contains both the half and whole degree coordinates the potential for manual insertion errors increases. This is further complicated by cockpit display limitations which make it difficult for the crew to identify errors that have been introduced into the FMC. With one-half degree positions and other latitude/longitude positions that are not exactly at whole degrees, current technology does not display the full extent of the stored position data on the instruments used for primary reference.

1.4 Helstu aðferðir við að setja inn vörður / Preferred Methods of Waypoint Insertion

Mælt er með því að tölvusamskipti (CPDLC skeytasamskipti eða beintenging við tölvukerfi flugumsjónar) séu notuð við innsetningu varða í FMC tölvur loftfara hvenær sem því verður við komið.It is recommended that insertion of waypoints into the FMC be accomplished by established automated systems (e.g. CPDLC, AOC automated systems) wherever possible.
Athugið: Þótt sending leiðarflugsheimilda um CPDLC hafi ekki verið tekin í notkun af flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík er verið að vinna að undirbúningi þess. Gefið verður út upplýsingabréf og NOTAM þegar því verki lýkur.Note: Although not yet ready for use, the functionality supporting the uplink of CPDLC route re-clearances is under development for use in the Reykjavik control area (CTA). When available, operators will be notified via AIC and NOTAM.
Sterklega er mælt með notkun fullra hnita lengdar og breiddar við innslátt nafnlausra varða, ásamt vinnureglum sem tryggja réttan innslátt þrátt fyrir takmarkanir á framsetningu ganga í búnaði loftfars.The use of whole latitude/longitude coordinates to enter waypoints, using procedures that provide for adequate mitigation of display ambiguity, is strongly advocated.
Óháð sniði og innsláttaraðferðum ættu vinnureglur að tryggja að áhafnarmeðlimir staðfesti, hvor um sig, að bæði gráður og mínútur lengdar og breiddar séu í samræmi við útgefna úthafsheimild.Regardless of FMC waypoint format and entry method, flight crew procedures should require each pilot to independently display and verify the DEGREES and MINUTES loaded into the FMC for the latitude/longitude waypoints defining the route contained in the NAT oceanic clearance.

1.5 Viðbótarupplýsingar / Further Information

Ef óskað er frekari upplýsinga, sendið tölvupóst til: For further Information, please contact:
procedures@isavia.is
END
Upplýsingabréf felld úr gildi / AIC hereby cancelled: NIL