Contact

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík / Isavia, Reykjavik Airport, IS-101 Reykjavik, Iceland

Sími / Telephone: + 354 424 4000

Símbréf / Telefax: + 354 424 4001

isavia@isavia.is

http://www.isavia.is/

AIC for ÍSLAND / ICELAND

AIC

A 018/2016

Effective from 09 DEC 2016

Published on 09 DEC 2016

Keflavik (BIKF)- Runway Occupancy Time (ROT) Keflavík (BIKF) -Tími á flugbraut (ROT)

Efnisleg ábyrgð: Isavia, Flugleiðsögusvið - FLS (SA). Content Responsibility: Isavia, Air Navigation Services Division (SA).

1. Keflavik (BIKF) - Runway Occupancy Time (ROT) /
Keflavík (BIKF)- Tími á flugbraut (ROT)

1.1 Inngangur / Introduction

Undanfarin ár hefur umferð um Keflavíkurflugvöll aukist MJÖG mikið. Líklegt er að umferð um völlinn haldi áfram að aukast. Í þessari miklu aukningu er nauðsynlegt að huga að betri nýtingu brauta og loftrýmis. Tilgangur þessa upplýsingabréfs er að bæta vitund flugmanna um mikilvægi þess að tími á flugbraut (ROT) sé eins stuttur og hægt er og benda á möguleika til að stytta hann. Isavia og flugfélög þurfa að vinna saman til að tryggja að innviðir og afkastageta flugbrautanna séu nýtt eins vel og hægt er.Keflavik Airport has during recent years become more and more busy airport with traffic flow at all times increasing greatly. We anticipate the growth continuing further into the future. During this growth it is vital to work on better usage of runways and the control area. This AIC aims to increase awareness of the significance of Runway Occupancy Times (ROT) and to highlight how enhancements can be made. Isavia and airlines need to work collaboratively to ensure existing infrastructure is utilized efficiently to its full potential and that the capacity of the current runways is maximized.

1.2 Bakgrunnur / Background

Tími á flugbraut er einn af áhrifaþáttum þess hversu vel tekst til með að hámarka nýtingu flugvallar. Örlítið styttri meðaltími getur haft mikil áhrif á afkastagetu brautar. Í alþjóðlegu samhengi er tími á braut á Keflavíkurflugvelli langur. Með því að stytta tíma á braut er mögulegt að koma að fleiri hreyfingum á klukkutíma, auka afkastagetu og minnka tafir. Ef áhöfn reynir að stytta tíma á braut er mögulega hægt að fækka eða koma í veg fyrir seinkanir og bæta þannig afköst vallarins og eins standast þá frekar áætlanir notenda.ROT is one of the main factors that affects an airport's efficiency and user airlines commercial success. Small reductions in the average time that an aircraft spends can have a significant influence on the overall runway capacity and throughput. By world standards, the average ROT at Keflavik Airport is high. This higher than average ROT results in less movements per hour than otherwise would be achievable. By aircrew focusing on their individual ROT, they can directly help to reduce delays and improve both the airports efficiency and the commercial success of all users.
Við skipulag flugumferðar er lykilatriði að flugmenn noti alltaf svipaðan tíma til að rýma braut.
Ef flugumferðarstjórinn sem stýrir umferð um brautirnar getur treyst því að flugmenn haldi tíma á braut alltaf í lágmarki, eykst nýting brautarinnar til hagsbóta fyrir allra.
Consistency of runway occupancy performance by pilots is one of the key factors that influence the ATC controller's planning. If the controller, responsible for runway movements can rely upon the pilot to always minimize occupancy time consistent with safety, the utilization efficiency of the runway will be maximized to the benefit of all.

1.3 Lendingar / Landing aircraft

Tími flugvéla á flugbraut við lendingar er breytilegur eftir staðsetningu útafakstursbrauta, vindi og yfirborðsástandi brautar. Flugumferðarstjóri getur nýtt betur lágmarksaðskilnað ef tími á braut er fyrirsjáanlegur.ROT during landing varies depending on the location of exits, wind and runway surface conditions. Consistent and predictable runway occupancy times assist controllers to deliver optimum separation.
Á hraðakstursbrautum (RETs) með 30° útafakstursbeygju getur hraði orðið allt að 50 hnútar, fer eftir tegund véla og aðstæðum. Á hraðakstursbrautum með 45° útafaksturs beygju getur hraðinn orðið allt að 35 hnútar. Fyrir krappari beygjur er hámarkshraði oftast um 10 - 15 hnútar.For Rapid Exit Taxiways (RETs) with 30° turn-off the speed can be as high as 50kts depending on type of a/c and conditions, for 45° turn-off it can be as high as 35kts. For greater turn-off angles maximum speed is usually around 10-15kts.
Skortur á hraðakstursbrautum hefur mikil áhrif á tíma á flugbraut. Við endurnýjun flugbrauta á næsta ári verður unnið að úrbótum. Í dag er eina hraðakstursbrautin K1 fyrir braut 01 (45°). Braut 29 hefur sérstaklega háan tíma á braut (tvær mín. að meðaltali) en rauntími á braut er afar mismunandi (ein og hálf til þrjár mín).
Ef flugmenn vinna að því að stytta þennan tíma (eins og aðstæður leyfa) teljum við að meðal tími á braut geti styst. Langur tími á braut leiðir til allt að þreföldun lágmarks lengdaraðskilnaðar á lokastefnu.
Hér fyrir neðan sést samanburður á annarsvegar meðal tíma á braut og hinsvegar tíma á braut úr prófunum þar sem flugmenn reyndu að stytta tímann eins og hægt var.
The lack of RETs has great impact on the ROT but improvements will be made during the construction phases 2017. Today the only RET is K1 for RWY 01 (45°). RWY 29 has an especially high ROT (two min. AVG) but the distribution is high (one and a half to three min.).
If pilots focus on reducing this time (given conditions) we believe the average ROT time could be lower. High ROT leads to as much as triple longitudinal separation on final.
Below is a comparison, on average ROT and ROT from test where pilots tried their best to reduce the ROT.
Braut /
RWY
Meðal tími á braut eftir lendingu /
AVG ROT after landing
Lægsti tími á braut í prófunum /
Lowest ROT during test
02 að/at N402:0001:40
02 að/at K101:3000:55
11 að/at E401:3001:03
20 að/at S201:1501:02
29 að/at K402:0001:32
Úr töflunni má lesa að þrátt fyrir að aðstæður séu ekki alltaf þannig að þær leyfi að vélar geti hraðað sér út af braut, ætti að vera hægt, þegar skilyrði eru góð, að minnka meðaltíma á braut jafnvel þó að hraðakstursbrautir séu ekki enn til staðar. The table shows that even though conditions do not always allow rapid vacating of runways, it should be possible, in good conditions, to reduce the average ROT even though the RETs are not available yet.

1.4 Stytting tíma á braut eftir lendingu / Minimizing Arrival runway occupancy times

Lykillinn að betri nýtingu flugbrauta er að stytta á öruggan hátt tíma flugvélar á braut. Það er mikilvægt að rýma brautina eins hratt og hægt er til að gera flugumferðarstjóranum kleift að stytta bil á milli véla á lokastefnu og minnka líkur á fráhvarfsflugi. The key to better runway utilization is to safely minimize time on the runway. It is imperative to vacate the runway as quickly as practicable to enable ATC to apply minimum spacing on final approach and minimize the occurrence of 'go-arounds'.
Undirbúa þarf fyrir lendingu að tími vélar á brautinni sé eins stuttur og hægt er með því að velja fyrirfram hvar skal aka út af brautinni og ákveða hvort nota þurfi ákveðna tækni s.s. sjálfvirkan bremsubúnað.Aircraft should be pre-configured to achieve minimum runway occupancy by pre-selecting the preferred runway exit and include the use of tools such as Auto-brakes.
Til að ná að stytta tíma á braut og minnka líkur á fráhvarfsflugi, vegna hindrana á braut, ættu flugmenn að gera ráð fyrir að fara út af brautinni við fyrsta tækifæri.To achieve minimum ROT and reduce go-arounds due to an occupied runway, pilots should plan to vacate the runway via the first available exit taxiway.
Það er líklegra til árangurs, við að stytta tíma á braut, að fara út af um aðra akbraut frekar en að reyna að nota þá fyrstu og ná ekki að bremsa nóg til að beygja og þurfa þá að aka hægt að annarri akbraut. It is more efficient in minimizing ROT to make the second exit rather than try for the first, overshoot it and then have to roll slowly to the second.
Rýmið flugbrautina eins fljótt og hægt er eftir lendingu. Ekki stöðva við hraðakstursbraut, nema hafa fengið fyrirmæli um annað, fyrr en flugvélin er öll komin framhjá biðstað brautar. Seinkun aksturs af braut getur truflað umferðarflæði. Algengasta orsök fráhvarfsfluga á Keflavíkurflugvelli eru vélar sem rýma flugbrautir seint.Vacate the runway as quickly as possible after landing. Unless otherwise instructed, do not stop on the RET until the entire aircraft has passed the runway holding point. Delayed exit from the runway may disrupt traffic flow and is strongly discouraged. The prime causal factor for causing go-arounds at Keflavik airport is landing aircraft that are slow to vacate the runway.
Athugið: Flugmenn geta átt von á að fá útgefna lendingarheimild seinna en verið hefur. Mögulega verður lendingarheimild gefin út á meðan enn er vél á brautinni svo lengi sem flugumferðarstjórinn er viss um að brautin verði rýmd nógu tímanlega.Note: Pilots are advised that there may be occasions when late landing clearances can be expected. Landing clearance may be issued while the runway is still occupied if controller has reasonable assurance of aircraft vacating in due time.

1.5 Brottflugsvél / Departing Aircraft

Til að stytta tíma brottflugsvéla á braut eru eftirtaldir möguleikar:Minimizing Departure Runway Ooccupancy Times can be helped as follows:
Á meðan vél er í röð á leið í brottflug skal halda lágmarks aðskilnaði við vélina fyrir framan, en vél númer eitt skal bíða við biðstað brautar en ekki langt fyrir aftan hann.When in a departure queue maintain minimum safe separation from the aircraft in front, however when you are number one, hold AT the holding point/stop bar not some way behind it.
Flugmenn ættu að skipuleggja akstur þannig að þeir verði tilbúnir til tafarlausrar brottfarar þegar komið er að biðstað brautar. Pilots should arrange their taxi such that they are ready to depart without delay on reaching the runway holding point.
Ef mögulegt er, ætti að vera búið að ljúka yfirferð gátlista tímanlega áður en komið er inn á braut til að minnka líkur á að þurfa að fara yfir þá á flugbrautinni.Where possible, cockpit checks should be completed in due time prior to line up to minimize any checks required on the runway.

1.6 Skilyrt brautarstaða / Conditional Line-up Clearance

Hlustið á fyrirmæli turns um akstur í brautarstöðu. Fyrirmælin geta verið skilyrt í þeim tilgangi að auka skilvirkni umferðarflæðis. Ef gefin eru skilyrt fyrirmæli um að aka í brautarstöðu, gerið þá ráð fyrir að þurfa ekki að stöðva á brautinni. Flugmenn ættu að vera tilbúnir til tafarlausrar brottfarar nema fyrirmælin séu gefin um að aka í brautarstöðu og bíða þar. Þegar flugtaksheimild er gefin út er ætlast til að loftför hefji flugtaksbrun án tafar. Listen to your line up instructions as they may be conditional used by ATC to facilitate an expeditious flow of traffic. If given a conditional line up clearance, plan your taxi onto the runway so that you do not need to stop unless absolutely necessary. Unless given instructions to line-up and wait, pilots should be ready and prepared to depart without stopping. On receipt of take-off clearance, pilots are to commence take-off roll without delay.
Þegar fyrirmæli eru gefin um akstur í brautarstöðu er ætlast til að sá akstur eigi sér stað með skjótum hætti. Yfirferð gátlista sem tengjast farþegarými skal vera lokið áður en ekið er inn á flugbraut. Flugmenn sem geta ekki fylgt þessu skulu láta flugturn vita eins fljótt og auðið er. Þegar flugmenn hafa móttekið fyrirmæli um að aka í brautarstöðu skulu þeir vera tilbúnir eftir að næsta loftfar á undan er farið hjá brautarstöðu.On receipt of the line-up clearance, aircraft are expected to taxi into position expeditiously. Cockpit checks must be complete prior to line-up. Aircraft that cannot comply with these requirements are to notify ATC as soon as possible. On receipt of a line-up clearance, pilots are to ensure, that they are able to line-up on the runway as soon as the preceding aircraft has passed the line-up position
Ef gefin er skilyrt brautarstaða á eftir annarri brottflugsvél eiga flugmenn að halda sig aftan við brotflugsvélina en er heimilt að aka yfir biðstað flugbrautar og í áframhaldi í brautarstöðu.Pilots in receipt of a conditional line-up clearance on a preceding departing aircraft must re-main behind the subject aircraft but may cross the runway holding point and then enter the runway upon receipt of the clearance.
Stöðluðum ICAO-aðskilnaði er beitt vegna vængenda hvirfla. Flugmenn sem telja sig þurfa aðskilnað umfram ICAO-staðla, eða þurfa af öðrum ástæðum aukin tíma í brautarstöðu skulu ráðfæra sig við Grund ÁÐUR en ekið er af stað frá hlaði. Til að hægt sé að verða við slíkum beiðnum getur þurft að breyta skipulagi annarrar umferðar.Standard ICAO wake turbulence separation is applied. If Pilots require more separation than the standard, or extra time for any other reason, advice ATC early PRIOR to taxi. In order for ATC to accept such requests other traffic may have to be reorganized.
Þegar flugtaksheimild hefur verið gefin gera flugumferðarstjórar ráð fyrir að sjá hreyfingu innan 8-10 sekúndna.When cleared for take-off, the controller will expect, and have planned on, seeing movement within 8 to 10 seconds of the take-off clearance being issued.
Flugmaður, sem fær heimild til tafarlauss flugtaks, skal:A pilot receiving the ATC instruction 'cleared for immediate take-off' is required to act as follows:
  1. ef kominn í brautarstöðu, hefja flugtaksbrun án tafar;
  2. ef beðið er utan flugbrautar, hraða akstri inn á braut eins og hægt er og hefja flugtaksbrun án þess að stöðva loftfarið;
  3. ef ekki er hægt að fylgja fyrirmælunum, láta vita án tafar.
  1. if already lined-up on the runway, take-off without delay;
  2. if waiting clear of the runway, taxi immediately on to it and begin take-off run immediately without stopping the aircraft;
  3. if unable to comply with the instruction, inform ATC immediately.
Þó unnið sé eftir ströngum öryggisstöðlum getur samvinna flugumferðarstjóra og flugmanna aukið skilvirkni, öllum til hagsbóta.If ATC and pilots work together, efficiency will be improved to the benefit of all, while maintaining high safety standards.

1.7 Viðbótarupplýsingar / Further Information

Ef óskað er frekari upplýsinga, vinsamlegast sendið tölvupóst til:For further information, please contact:
Upplýsingabréf fellt út gildi / AIC hereby cancelled: Ekkert / NIL
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:NOTAM incorporated in this AIC:
Ekkert / NIL
ENDIR / END