Contact

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík / Isavia, Reykjavik Airport, IS-101 Reykjavik, Iceland

Sími / Telephone: + 354 424 4000

Símbréf / Telefax: + 354 424 4001

isavia@isavia.is

http://www.isavia.is/

AIC for ÍSLAND / ICELAND

AIC

B 004/2017

Effective from 13 OCT 2017

Published on 13 OCT 2017

Bensínleki - fyrirflugsskoðun /
Fuel leaks and pre-flight inspection

Efnisleg ábyrgð: Samgöngustofa. Content Responsibility: Icelandic Transport Authority.

1. Inngangur / Introduction

Að gefnu tilefni bendir Samgöngustofa flugmönnum og viðhaldsaðilum lítilla flugvéla á eftirfarandi:Incidentally, the Icelandic Transport Authority draws the attention of pilots and maintenance bodies of small aircraft to the following:
Nýlega varð flugmaður að nauðlenda flugvél sinni eftir að eldsneytisgeymar hennar höfðu tæmst vegna leka undanrennslukrana eldsneytissíu. Í sumum flugvélategundum er eldsneytisloki sem samkvæmt flughandbók skal ætíð vera „opinn“ nema þegar um reyðarástand er að ræða eða þegar viðhald á að fara fram á eldsneytiskerfinu framan við eldvegg. Þessi loki skal vera öryggisvírbundinn í opinni stöðu. Vír þessi skal vera af gerð sem auðvelt er að slíta ef á þarf að halda. Vír þessi var slitinn í umræddu tilviki.Recently, a pilot was forced to land his plane after its fuel tanks had emptied due to a leak in a fuel filter drain tap. Some aircraft types are equipped with a fuel injection valve, which, according to the flight manual, shall always be "open" except in emergency situations or when maintenance is to be carried out on the fuel system in front of the firewall. This valve should be wire-bound for safety in the open position. The wire shall be of a type that can be easily broken, if needed. In this case, the wire was torn.
Ef vart verður eldsneytisleka í fyrirflugskoðun sem á rætur sínar að rekja til svæðis aftan eða framan við eldvegg, skal slíta öryggisvírinn og skrúfa fyrir umræddan loka. Kanna skal orsök lekans og lagfæra bilunina áður en flugvélin er lýst lofthæf á ný.If you notice fuel leaks during pre-flight inspection originating in an area behind or in front of the firewall, brake the safety wire and close the said injection valve. The leak shall be examined closely and the fault shall be repaired before the airplane is declared airworthy again.

2. Til flugskóla og flugmanna / To flight schools and pilots

2.1 Flughandbók / Flight Manual

Fyrirmælum í flughandbók (rekstrarhandbók) flugvéla skal fylgja í hvívetna. Í fyrirflugsskoðun flugvéla sem ofangreind hönnun nær til skal flugmaður fullvissa sig um að eldsneytislokinn sé opinn og vírbundinn. Flugmenn mega aldrei loka þessum krana nema leka verður vart á jörðu niðri og í neyð á flugi. Ef af einhverjum ástæðum þarf að loka krananum verður flugvélin ólofthæf þar til hún hefur verið lýst lofthæf aftur af flugvéltækni sem til þess hefur viðeigandi heimild.Instructions contained in the Flight Manual (Operations) for aircraft shall be followed. The pre-flight inspection for the above aircraft design includes verification by the pilot that the fuel valve is open and wire-secured. Pilots may never close this valve unless leakage is detected on the ground and in a state of emergency during flight. If, for some reason, the valve must be closed, the aircraft becomes non-airworthy until it has been declared airworthy again by an aircraft maintenance technician who holds an appropriate authorisation.

2.2 Leiðarbók / Logbook

Slys hafa orðið vegna þess að nauðsynlegar upplýsingar berast ekki til flugmanns sem næst flýgur flugvélinni.
Því eru það eindregin tilmæli til eigenda/umráðenda einkaflugvéla sem hafa ekki nú þegar leiðardagbók í flugvélum sínum að koma sér upp slíkri bók. Á það fyrst og fremst við, þegar tveir eða fleiri aðilar fljúga sömu flugvél.
Í þessa bók verður að skrá, eftir hvert flug, þær bilanir eða galla sem kunna að hafa komið fram í því flugi svo og aðrar upplýsingar sem að gagni mættu koma þeim sem næst flýgur flugvélinni svo og fyrir flugvélavirkjann sem sér um viðhald og viðgerðir.
Accidents have occurred because the pilot next in line to fly the aircraft did not receive the necessary information. Therefore, it is strongly recommended to the owners/operators of private aircraft which do not already have logbooks in their aircraft that they acquire such a book. This is primary in the case where two or more persons fly the same aircraft. After each flight, records must be made into the technical logbook on any malfunctions or defects that may have occurred in that flight as well as other information that could be of help to those who will fly the aircraft next and the aircraft maintenance technician(s) responsible for maintenance and repair.


Upplýsingabréf fellt út gildi / AIC hereby cancelled:
B 006 / 2003
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi: /
NOTAM incorporated in this AIC:

Ekkert / NIL
ENDIR / END