Contact

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík / Isavia, Reykjavik Airport, IS-101 Reykjavik, Iceland

Sími / Telephone: + 354 424 4000

Símbréf / Telefax: + 354 424 4001

isavia@isavia.is

http://www.isavia.is/

AIC for ÍSLAND / ICELAND

AIC

A 006/2017

Effective from 28 APR 2017

Published on 28 APR 2017

Flug við vetraraðstæður / Winter flying

Efnisleg ábyrgð: Samgöngustofa Content Responsibility: Icelandic Transport Authority

1. Flug við vetraraðstæður / Winter flying

1.1 Undirbúningur flugs / Flight preparations

Að mörgu er að huga þegar veturinn nálgast. Sagan kennir okkur að koma hefði mátt í veg fyrir mörg óhöpp og slys í vetraflugi ef undirbúningur flugs hefði verið við hæfi.There are a lot of things to consider as winter approaches. History teaches us that many incidents and accidents could have been prevented during winter flights if pre-flight preparations would have been appropriate.
Loftför, sem flogið er yfir landsvæðum sem eru mjög erfið til leitar og björgunar skulu búin merkja- og björgunarbúnaði, þ.m.t. lífsviðhaldsbúnaði (survival equipment), eftir því sem við á fyrir það svæði sem flogið er yfir. Fjallað er um lágmarksbúnað um borð í loftförum í reglugerð um starfrækslu loftfara nr. 237/2014 sem er aðgengileg á heimasíðu Samgöngustofu.Aircraft operated over territories in which search and rescue operations would be especially difficult shall be equipped with such signalling devices and life-saving equipment, including survival equipment, as appropriate to the area overflown. Regulation No. 237/2014 on the operation of aircraft provides for basic equipment on board aircraft. The Regulation is accessible on the Icelandic Transport Authority's website.
Þess eru dæmi að flugmenn í yfirlandsflugi að vetri séu í léttum sumarklæðnaði sem samræmist hvorki ofangreindri reglugerð né heilbrigðri skynsemi. There are examples of pilots on overland flights during winter who are wearing light summer clothing that neither conforms to the above Regulation nor common sense.
Mikilvægt er að flugmenn kynni sér upplýsingar í handbók loftfara varðandi flug við vetraraðstæður. Jafnframt er mikilvægt að flugmenn séu meðvitaður um veðuraðstæður og spár áður en farið er í flug. Þá er mikilvægt að flugmenn afli sér upplýsinga um ástand fyrirhugaðra lendingarstaða og hafi viðeigandi lífsviðhaldsbúnað um borð.It is important that pilots familiarise themselves with the information contained in the aircraft flight manual on flights in winter conditions. It is also important that pilots are aware of weather conditions and forecasts before taking off. It is important that pilots obtain information on the conditions at destination aerodromes and have the appropriate survival equipment on board.
Á árunum 2002 til 2015 urðu a.m.k. 11 flugslys og óhöpp á Íslandi við vetraraðstæður þar sem undirbúningur og ákvarðanataka flugmanns voru meðvirkandi þáttur í framangreindum flugslysum og óhöppum.During the years 2002 to 2015 at least 11 aircraft accidents have occurred in Iceland in winter conditions where the pilot's preparation and decision-making were a contributing factor in the above accidents and incidents.

1.2 AÐSTÆÐUR / CONDITIONS

Hvítablinda, hálka/snjór á lendingarstöðum, holklaki á óundirbyggðri braut, éljagangur, ísing o.fl. kemur þar við sögu.White-out, slippery conditions/snow at place of intended landing, cryoturbation (frost churning) on runways without foundation, intermittent snowstorms, icing, etc., are contributing factors.
Hvítablinda getur myndast í skafrenningi, snjókomu og þegar dreifing birtu á snæviþakta jörð myndar enga skugga. Hvítablinda gerir ekki boð á undan sér.White-out can occur in drifting snow, snowfall and when the distribution of light on the snowy ground forms no shadows. White-out is unpredictable.
Ástand snæviþakinna flugbrauta er eingöngu hægt að kanna á jörðu niðri en ógerlegt að meta úr lofti.The conditions on snow-covered runways can only be inspected on the ground but impossible to assess from the air.
Holklaki getur myndast í frosti í brautum sem ekki eru undirbyggðar. Þar geta leynst holur þó yfirborðið sé slétt að sjá. Yfirborð slíkra brauta getur einnig orðið hættulega mjúkt þegar hitastig fer vel yfir frostmark.Cryoturbation can form during freezing conditions on runways without foundation. Holes may be concealed although the surface looks smooth. The surface of such runways can also become dangerously soft when the temperature is well above freezing point.
Í éljagangi, í staðbundnum (local) flugum, er skynsamlegt að fljúga áveðurs við flugvöllinn ef aðstæður leyfa svo hægt sé að hörfa undan éli til lendingar. Nokkur dæmi eru um óvænt yfirlandsflug þegar flugmenn hafa þurft að hörfa undan éljum á milli þeirra og flugvallar.In squally snow showers during local flights, it is sensible to fly on the windward side of the airport, if conditions allow, so as to be able to retreat from the snow shower and land. There are some examples of unexpected cross-country flights when pilots have had to retreat from squally snow showers located between them and the airport.
Ómögulegt er að meta af öryggi hæð yfir snæviþöktu landi sem og vatni og dökkum sandi og því óraunhæft að treysta eigin mati. Nauðsynlegt er að flugmenn kynni sér landhæð á korti og beri saman við flughæð.It is impossible to reliably assess aircraft altitude above snow-covered land, water and dark sand and it is therefore unreasonable to rely on own judgement. It is necessary for pilots to familiarize themselves with elevation on aeronautical charts and verify against the altitude.
Sérstaklega þarf að vanda undirbúning flugs á flugvélum sem standa úti. Tryggja þarf að það sé engin ísing sem getur haft áhrif á afkastagetu flugvélar og mælitækja. Ef flugvél stendur úti með lítið eldsneyti á tönkum getur myndast raki (slagi) á innra borði tankanna sem síðan þéttist í vatn í eldsneytinu.It is especially important to carefully prepare the flight of aircraft which has been stored outside. Ensure that there is no icing that can affect aircraft performance and instruments. If the plane is stored outside with small amount of fuel in the tanks, condensation can form on the inner surface of the tanks which then condenses into water in the fuel.
Í veðurstillu á köldum vetrardegi getur hitastig í flughæð yfir hitahvörfum verið nokkuð hærra. Við slíkar aðstæður geta myndast aðstæður fyrir frostrigningu.In calm weather on cold winter days, temperature in cruising altitude above the tropopause can be somewhat higher. In such situations, conditions for freezing rain can form.
Skynsamlegt er að leggja inn flugáætlun hjá Flugumferðarþjónustu, þó þess sé ekki krafist, í samræmi við AIP ENR 1.10.1 til þess að tryggja viðbúnaðarþjónustu.It makes sense to submit a flight plan with ATS, although this is not required, according to AIP ENR 1.10.1 to ensure preparedness services.
Upplýsingabréf fellt út gildi / AIC hereby cancelled:
Ekkert / NIL
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi: /
NOTAM incorporated in this AIC:

Ekkert / NIL
ENDIR / END