Contact

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík / Isavia, Reykjavik Airport, IS-101 Reykjavik, Iceland

Sími / Telephone: + 354 424 4000

Símbréf / Telefax: + 354 424 4001

isavia@isavia.is

http://www.isavia.is/

AIC for ÍSLAND / ICELAND

AIC

B 003/2018

Effective from 25 MAY 2018

Published on 25 MAY 2018

Vitund flugmanna um eldsneyti og eldsneytiseyðslu / Pilot's awareness on fuel and fuel consumption

Efnisleg ábyrgð: Samgöngustofa. Content Responsibility: Icelandic Transport Authority.

1. Inngangur / Introduction

Að gefnu tilefni vill Samgöngustofa benda flugmönnum á mikilvægi þess að vita um orsakir flugatvika og flugslysa sem rekja má til eldsneytisskorts.Incidentally, the Icelandic Transport Authority draws the attention of pilots to the importance of knowing about the causes of aviation accidents and incidents due to fuel shortage.
Á hverju ári gerist það á Íslandi að loftför verða eldsneytislaus á flugi. Orsök þess er í flestum tilvikum að finna hjá flugmanninum.It happens almost every year in Iceland that aircraft run out of fuel in flight. In most cases, the pilot is at fault.
Því miður er reynslan sú að ekki er alltaf hægt að nauðlenda án þess að slys hljótist af. Það er því mikilvægt að flugmenn hafi eftirfarandi í huga:Unfortunately, according to experience, it is not always possible to make an emergency landing without injury resulting. It is important that pilots have the following in mind:

2. Fimm aðferðir til að minnka hættu á flugatvikum/slysum sem rekja má til eldsneytisskorts: /
Five strategies to reduce the risk of incidents/accidents due to fuel shortage:

2.1 Að vita hversu mikið eldsneyti er í tönkum loftfarsins / To know how much fuel is in the tanks of the aircraft

Það er aldrei um of brýnt fyrir flugmönnum að líta sjálfir ofan í eldsneytisgeymana fyrir flug, mæla eldsneytismagnið með ælistiku og skrá það sérstaklega niður. Gæta þarf að því að hafa loftfarið á jafnsléttu þegar eldsneyti er mælt og muna að draga frá það eldsneytismagn sem er ónýtanlegt. Þannig veistu fyrir víst hversu mikið eldsneyti er nýtanlegt í tönkum loftfarsins.We can never emphasise too much to pilots to personally look into the fuel tank before take-off, measure the quantity of fuel with the scale, if available, and record the results. Care should be taken to place the aircraft on level ground when the quantity of fuel is measured and remember to subtract the amount of fuel that is not usable. Thus, you know for sure how much fuel is usable in the tanks of the aircraft.
Gott er að bera saman það magn sem þú hefur mælt og eldsneytismæla loftfarsins. Ef eldsneytisgeymir loftfarsins er þannig gerður eða staðsettur að ekki er hægt að líta ofan í hann,þá má í flestum tilvikum lesa af innbyggðum kvarða í loftfarinu sem sýnir eldsneytismagn í geymum.Good practice is to compare the quantity you have measured and the readings from the fuel gauges of the aircraft. If the fuel tank of the aircraft is so designed or located where you cannot look into it, you can, in most cases, read from a built-in scale in the aircraft showing fuel in the tanks.
Næsta skref er að athuga flughandbók loftfarsins. Þar eru töflur um eldsneytiseyðslu og þær forsendur og upplýsingar sem þarf til að reikna út flugþol.The next step is to check the aircraft flight manual (AFM). It contains tables on fuel economy and the prerequisites and information needed to calculate the cruising range.
Hugsaðu síðan um eldsneyti í klukkustundum og mínútum (flugþol) og vertu þess fullviss að þú sért að starfrækja loftfarið í samræmi við þær forsendur sem þú notaðir við útreikninga á flugþoli loftfarsins.Think of fuel in hours and minutes (cruising range) and be confident that you are operating the aircraft in accordance with the criteria you used for the calculation of the cruising range of the aircraft.

2.2 Að þekkja eldsneytiskerfi loftfarsins / To know the aircraft's fuel system

Flugmenn verða að þekkja eldsneytiskerfi loftfarsins vel og vera vandvirkir við þá starfrækslu sem snýr að kerfinu.Pilots must be familiar with the aircraft's fuel system and careful in operating the system.

2.3 Að vita hvað er í tönkum loftfarsins / To know what is in the tanks of the aircraft

Ekki má gleyma í fyrirflugsskoðun að safna eldsneyti úr hverju afrennslisopi og athuga hvort eldsneytið sé tært og af réttri tegund. Einnig ættu flugmenn að gera bráðstafanir til að fyrirbyggja að grugg, mengun og önnur óhreinindi komist í eldsneyti loftfarsins. Sem dæmi þá er vatnsmengun í eldsneyti yfirleitt til komin vegna slitinna eða gallaðra loka á eldsneytisgeymum.During pre-flight inspection, do not forget to take a fuel sample from each drain hole and check whether the fuel is pure and of the appropriate type. Also, pilots should take measures to prevent turbidity, pollution and other impurities from entering aircraft fuel. For example, water pollution in fuel is usually the result of worn or defective fuel caps in the fuel tanks.

2.4 Að fylgjast með stöðu eldsneytis / To monitor the status of fuel

Að fylgjast með stöðu eldsneytis á mælum loftfarsins á a.m.k. klukkutíma fresti.To monitor the status of fuel in the aircraft at least every hour.
Þrátt fyrir að þú hafir undirbúið flug þitt vel og gert flugáætlun þá geta hlutir alltaf breyst í miðju flugi. Veður og vindar geta breyst þannig að við gætum nauðsynlega þurft að lengja leið okkar og/eða flugtíma. Ef þú veist hversu margar mínútur af eldsneyti þú hefur og hversu langan tíma það tekur að komast á áfangastað eða stað til að taka eldsneyti, þá er auðvelt fyrir þig að vita hvort þú þurfir á viðbótareldsneyti þínu að halda.Although you have prepared your flight well and made flight plans, things can always change during flight. The weather can change quickly so we could have to fly a longer route and/or extend our flight time. If you know how many minutes of fuel you have and how long it takes to get to a destination or a place to fuel up, it is easy for you to know whether you need additional fuel.
Mikilvægt er að fylgjast með stöðu eldsneytismæla með reglulegu millibili og skipta á milli tanka (ef það á við).It is important to monitor the status of fuel gauges periodically and switch between tanks (if applicable).
Samgöngustofa mælir með að flugmenn athugi stöðu eldsneytis á a.m.k. klukkutíma fresti. Með því að fylgjast með því hvort samræmi er milli stöðu eldsneytismæla og þess flugþols sem þú gafst þér áður en þú lagðir af stað, þá sérðu hvort flugþol þitt stenst eða ekki. Ef samræmi er þarna á milli má einnig nýta sér eldsneytisrennslismæli (fuel flow indicator) til að áætla hversu mikið flugþolið er miðað við starfrækslu loftfarsins á þeim tíma.The Icelandic Transport Authority recommends that pilots check the status of fuel at least once every hour. By monitoring consistence between the status of fuel gauges and your given cruising range before you departed, you can see whether your cruising range is realistic or not. If there is consistency between those two, you may also make use of the fuel if installed to estimate cruising range based on the operation of the aircraft at the time.

2.5 Að lenda alltaf með nægilegt viðbótareldsneyti / To always land with sufficient additional fuel:

Samgöngustofa mælir með því að flugmenn hafi með sér umframeldsneytismagn sem nægir til 30-45 mínútna flugs á venjulegum farflugshraða og rétt stilltri blöndu.The Icelandic Transport Authority recommends that pilots have an excess amount of fuel sufficient for 30-45 minutes' flying time at normal cruising speed and correctly configured mixture.
Ef þú hefur grun um að flugþolið sem þú reiknaðir út dugi ekki, ekki hika við það að láta flugstjórn eða annan viðbúnaðarþjónustuaðila vita.If you suspect that the cruising range that you calculated is not enough, do not hesitate to report this to air traffic control or other ATS service providers.

3. Niðurstaða / Conclusion

Lestu vel og vandlega um eldsneytiseyðslu og -notkun í handbók loftfarsins. Athugaðu vandlega með kvarða eða mælistiku, eldsneytismagn í geymum loftfars fyrir flug, skráðu magnið niður og gættu að því að eldsneytisgeymar séu vel lokaðir.Read carefully the available information on fuel consumption and usage in the aircraft manual. Check carefully, by using a scale or dip-stick, the fuel content in aircraft fuel tanks prior to the flight, log the quantity and make sure that the fuel tanks are well closed.
Kannaðu fyrir flug hvort eldsneytið í loftfarinu sé tært og rétt.Check before the flight whether the aircraft fuel is clear and correct.
Leggðu alltaf af stað með fulla geyma, ef önnur hleðsla leyfir það.Always proceed with full tanks, if other loading permits. Monitor fuel consumption during flight.
Fylgstu með eyðslunni á flugi. Fylgstu með eyðslunni eftir flug, með því að fylla geymana strax. Með því kemurðu einnig í veg fyrir rakamyndun innan í geymum.Monitor fuel consumption after the flight by filling the tanks as planned payload permits and so comparing actual fuel consumption with calculated fuel consumption. By doing this, you will help prevent condensation inside tanks.
Fljúgðu sömu flugvél sem mest, svo þú kynnist henni sem best.Fly the same plane as much as possible so you get familiarised with it.


Upplýsingabréf fellt út gildi / AIC hereby cancelled:
B 004 / 2002
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi: /
NOTAM incorporated in this AIC:

Ekkert / NIL
ENDIR / END