AD 1FLUGVELLIR - INNGANGUR AERODROMES - INTRODUCTION

AD 1.1Flugvellir Aerodrome Availability

AD 1.1.1 Almenn skilyrði fyrir notkun á flugvöllum og mannvirkjun tengdum þeim General conditions under which aerodromes and associated facillties are avallable for use

Alþjóðlegt flug skal aðeins fara um alþjóðlega flugvelli, landamærastöðvar, sem eru taldir upp, í hluta AD 1.3, í þessari handbók, nema í neyðartilvikum.Flights to and from Iceland - including to and from off-shore installations located within the Continental Area - may take place only by use of the international airports listed in AD 1.3. However, this does not apply in case of an Emergency landing.
Isavia ohf. ber ábyrgð á ástandi flugvalla, mannvirkjum tengdum þeim og þjónustu sem þeir veita. Flugvallasvið annast rekstur og viðhald flugvalla annarra en Keflavíkurflugvallar. Rekstur og viðhald Keflavíkurflugvallar er á vegum Keflavíkurflugvallar.Isavia is responsible for the provision of airports, associated facilities and services. Regional Airports operates airports other than Keflavik Airport. Keflavik Airport is administrated by Keflavik Airport.
Heimilisfang Flugvallasviðs:Postal address of the Regional Airports is:

Isavia ohf. Flugvallasvið Reykjavíkurflugvelli 102 Reykjavík Ísland

Isavia Regional Airports Reykjavik Airport IS-102 Reykjavik Iceland

Heimilisfang Keflavíkurflugvallar:Postal address of the Keflavik Airport is:

Isavia ohf. Keflavikurflugvöllur 235 Keflavíkurflugvelli Ísland

Isavia Keflavik Airport 235 Keflavik Airport Iceland

AD 1.1.1.1 Lendingar á öðrum stöðum en alþjóðlegum flugvöllum Landings made other than at an international aerodrome
Ef lent er á öðrum en alþjóðlegum flugvelli skal flugstjóri tilkynna um lendingu til heilbrigðis- og tollyfirvalda svo og til lögreglu á þeim flugvelli sem upphaflega var áætlað að lenda á. Þetta má tilkynna á hvaða hátt sem er.If a landing is made other than at an international aerodrome, the pilot-in-command shall report the landing as soon as practicable to the health, customs and immigration authorities at the international aerodrome of intended landing. This notification may be made through any available communication link.
Flugstjóri ber ábyrgð á eftirfarandi:
 1. Hafi í upphafi ekki verið veitt leyfi til lendingar skal ekki vera samgangur á milli farþega og áhafnar við utanaðkomandi fólk.
 2. Ekki skal afferma vörur, farangur og póst nema sem hér segir:
The pilot-in-command shall be responsible for ensuring that:
 1. If authorization has not been granted to the aircraft, contact between other persons on the one hand and passengers and crew on the other is avoided;
 2. Cargo, baggage and mail are not removed from the aircraft except as provided below;
ekki skal afferma matvarning framleiddan erlendis eða plöntur nema þar sem ekki fæst matur á staðnum. Öllum matarleifum, þ.m.t. hýði, fræjum og steinum úr ávöxtum, skal safnað saman og skilað í úrgangs ílátið sem ekki skal fjarlægja úr flugvélinni nema af hreinlætisástæðum; ef svo ber undir skal brenna úrganginn eða grafa djúpt í jörðu.any foodstuff of overseas origin or any plant material is not removed from the aircraft except where local food is unobtainable. All food refuse including peelings, cores, stones of fruit, etc. must be collected and returned to the galley refuse container, the contents of which should not be removed from the aircraft except for hygiene reasons; in that circumstance the contents must be destroyed either by burning or by deep burial.
AD 1.1.1.2 Umferð fólks og farartækja á flugvöllum Traffic of persons and vehicles on aerodromes
AD 1.1.1.2.1 Afmörkun svæða Demarcation of zones
Hverjum flugvelli er skipt í tvö svæði:
 1. almenningssvæði er sá hluti flugvallar sem er opinn almenningi; og
 2. önnur svæði flugvallar með takmörkuðum aðgangi fyrir almenning.
The grounds of each aerodrome are divided into two zones:
 1. a public zone comprising the part of the aerodrome open to the public; and
 2. a restricted zone comprising the rest of the aerodrome.
AD 1.1.1.2.2 Umferð fólks Movement of persons
Aðgangur að svæðum með aðgangstakmörkunum er eingöngu veittur í samræmi við sérstakar reglur viðkomandi flugvallar. Aðgangur að skrifstofum tollyfirvalda, lögreglu, heilbrigðiseftirlits og athafnasvæðis sem ætlað er farþegum í millilendingu er einungis veittur starfsfólki yfirvalda, flugfélaga og annarra aðila sem hafa fengið til þess sérstakt leyfi vegna starfa sinna. Skilyrðum fyrir aðgangi aðila að svæðum með takmörkunum er lýst í reglum og reglugerðum fyrir viðkomandi flugvöll.Access to the restricted zone is authorized only under the conditions prescribed by the special rules governing the aerodrome. The customs, police, and health inspection offices and the premises assigned to transit traffic are normally accessible only to passengers, to staff of the public authorities and airlines and to authorized persons in pursuit of their duty. The movement of persons having access to the restricted zone of the aerodrome is subject to the conditions prescribed by the regulations and by the special rules laid down by the aero-drome administration.
AD 1.1.1.2.3 Umferð farartækja Movement of vehicles
Umferð farartækja á svæðum með takmörkuðum aðgangi er takmörkuð við þá sem heimild hafa til aksturs á svæðinu. Bifreiðastjórar á ferð um svæði með takmörkuðum aðgangi skulu virða almenn umferðalög, leiðbeiningaskilti, auglýstan hámarkshraða og fara eftir fyrirmælum viðkomandu yfirvalds.The movement of vehicles in the restricted zone is strictly limited to vehicles driven or used by persons carrying a traffic permit or an official card of admittance. Drivers of vehicles, of whatever type, operating within the confines of the aerodrome must respect the direction of the traffic, the traffic signs and the posted speed limits and generally comply with the provisions of the Highway Code and with the instructions given by the competent authorities.
AD 1.1.1.2.4 Forgangur farartækja Priority of vehicles
Akstri neyðar og björgunarfarartækja á leið til aðstoðar flugvél í neyð skal veitur forgangur fram yfir öll önnur farartæki á jörðu niðri.Emergency vehicles proceeding to the assistance of an aircraft in distress shall be afforded priority over all other surface movement traffic.
Farartæki á umferðarsvæði skulu fylgja eftirfarandi reglum:Vehicles on the manoeuvring area shall be required to comply with thefollowing rules:
 1. farartæki og faratæki sem dregur flugvél skal víkja fyrir flugvél í lendingu, flugtaki eða akstri;
 2. farartæki skal víkja fyrir öðru farartæki sem dregur flugvél;
 3. farartæki skal víkja fyrir öðru farartæki í samræmi við fyrirmæli flugumferðarþjónustudeildar;
 4. þrátt fyrir lið a,b og c hér að ofan skal farartæki og farartæki sem dregur flugvél fylgja fyrirmælum flugturns.
 1. vehicles and vehicles towing aircraft shall give way to aircraft which are landing, taking off or taxiing;
 2. vehicles shall give way to other vehicles towing aircraft;
 3. vehicles shall give way to other vehicles in accordance with ATS unit instructions;
 4. notwithstanding the provisions of a), b) and c), vehicles and vehicles towing aircraft shall comply with instructions issued by the aerodrome control tower.
AD 1.1.1.3 Eftirlit Policing
Umhirða og eftirlit með loftförum, farartækjum, tækjum og vörum sem notuð eru á flugvellinum, er hvorki á ábyrgð ríkisins né sérleyfishafa. Einungis er hægt að gera þá ábyrga fyrir tapi eða skemmdum sem þeir, eða fulltrúar þeirra, stofna til með beinum aðgerðum.Care and protection of aircraft, vehicles, equipment and goods used at the aerodrome are not the responsibility of the State or any concessionaire; they cannot be held responsible for loss or damage which is not incurred through action by them or their agents.
AD 1.1.1.4 Notkun þyrlupalla Use of the heliports
Einungis má nota þyrlupalla í samræmi við sjónflugsreglur (VFR).The heliports may be used only for flights in accordance with Visual Flight Rules (VFR).
Stefna flugtaksflata þyrlupalla er valin með tilliti til hindrana og er yfirleitt laus við hindranir. Áður en flugmenn nota þyrlupalla skulu þeir tryggja að að- og brottflug sé mögulegt án hindrana og að nauðlendingarstaðir séu til staðar á áætlaðri flugleið, komi til neyðartilvika, og með tilliti til afkastagetu þyrlunnar.The direction of TKOF zones at the individual heliport refers only to zones, which for flight with helicopters are determined to be free of obstructions. Pilots shall, before using a heliport, ensure that a clear approach and departure can be carried out and, in case of an emergency, that suitable landing sites are available along the planned track, taking into consideration the performance of the helicopter.

AD 1.1.2 Skjöl alþjóðaflugmálastofnunarinnar Applicable ICAO Documents

Í hönnun og starfsemi flugvalla er stuðst við kröfur og tilmæli í ICAO viðaukum 14 og 19 og eru alþjóðaflugvellir landsins vottaðir í samræmi við viðaukana. Á sumum flugvöllum hefur ekki verið mögulegt að uppfylla kröfur og tilmæli viðaukanna og því eru flugrekstraraðilar og aðrir notendur beðnir um að kynna sér gaumgæfilega þær upplýsingar sem eru fyrir hendi.The design and operation of aerodromes is based on the Standards and Recommended Practices of ICAO Annexes 14 and 19. Aerodromes serving international civil aviation in Iceland are certified in accordance to these Annexes. However it has not been possible to meet all these requirements at all aerodromes. Therefore aircraft operators are urged to study carefully all available information and data.

AD 1.1.3 Borgaraleg notkun herflugvalla Civil use of military air bases

Á ekki viðNot applicable

AD 1.1.4 CAT II-þjónusta á flugvöllum CAT II operations at aerodromes

Útgáfa á CAT ll-aðflugum fyrir flugvöll þýðir að flugvöllurinn er útbúinn viðeigandi búnaði fyrir slíka þjónustu ásamt samþykktum blindaðflugsaðferðum, og er þeim beitt þegar við á.Promulgation of an aerodrome as available for Category II operations means that it is suitably equipped and that procedures appropriate to such operations have been determined and are applied when relevant.
Útgáfa á CAT ll-heimild þýðir það að minnsta kosti eftirfarandi búnaður er fyrir hendi.
 1. ILS – viðurkennt fyrir CAT ll
 2. Ljós – viðeigandi fyrir CAT ll
 3. RVR – kerfi
Promulgation implies that at least the following facilities are available:
 1. ILS – certificated to relevant performance category
 2. Lighting – suitable for category promulgated
 3. RVR – system
Sérstakar aðferðir og öryggisatriði verða viðhöfð meðan á CAT ll-aðflugi stendur. Almennt er þetta gert til að tryggja öryggi loftfara í skertu skyggni og að koma í veg fyrir truflanir á útgeislun ILS-merkja. Special procedures and safeguards will be applied during Category II operations. In general, these are intended to provide protection for aircraft operating in low visibilities and to avoid disturbance of the ILS signals.
Við verndun ILS-merkja meðan á CAT ll-aðflugi stendur geta stöðvunarlínur á akbraut verið fjær flugbraut en þær sem notaðar eru í betra veðri. Slíkar stöðvunarlínur eru sérstaklega merktar og eru þar staðsett skilti í samræmi við ICAO viðauka 14 - Vol 1, öðrum megin eða beggja vegna akbrautar.Protection of ILS signals during Category II operations may dictate that pre-take-off holding positions be more distant from the runway than the holding positions used in good weather. Such holding positions will be appropriately marked and will display signs conforming to the specifications in ICAO Annex 14, Volume I, on one or both sides of the taxiway.
Fyrir loftför, sem eru að aka út af flugbraut meðan CAT ll-starfsemi er í gangi, eru miðlínuljós akbrautar með litakerfi til að auðvelda leið út af braut og endar litakerfið á mörkum ILS-verndarsvæðis (ILS critical / sensitive area). Flugmönnum er uppálagt að láta vita að „brautin yfirgefin“ á viðskiptatíðni (RTF) þegar loftfarið er komið að litakerfishluta miðlínuljósa akbrautar út af braut í þeim tilgangi að nægt rými vegna stærðar loftfars sé tryggt og að allt loftfarið sé komið út úr ILS-verndarsvæðinu.For aircraft taxiing off the runway during Category II operations, exit taxiway centre line lights are colour-coded to facilitate notification of runway vacation; the colour coding ends at the boundary of the ILS critical/ sensitive area. Pilots are required to make a "Runway Vacated" call on RTF when the aircraft has reached the colour code of part of the exit taxiway centre line lights, due allowance being made for aircraft size to ensure that the entire aircraft is clear of the ILS critical/sensitive area.
Í raunverulegum CAT ll-veðurskilyrðum er flugmönnum tilkynnt af ATC ef um óstarfhæfi á uppgefnum aðflugstækjum er að ræða, svo þeir geti endurskoðað sín lágmörk ef þess gerist þörf miðað við flugrekstrarhandbækur sínar. Flugmenn sem óska eftir að æfa CAT ll-aðflug skulu óska eftir því í fyrstu viðskiftum við aðflugsstjórn. Í æfingaraðflugi er engin trygging fyrir því að fyllstu öryggisráðstafanir í aðfluginu séu nýttar og ættu flugmenn því að búast við þeim möguleikum að truflun geti verið á ILS-geislanum.In actual Category II weather conditions, pilots will be informed by ATC of any unserviceabilities in the promulgated facilities so that they can amend their minima, if necessary, according to their operations manual. Pilots who wish to carry out a practice Category II approach are to request Practice Category II Approach on initial contact with Approach Control. For practice approaches there is no guarantee that the full safeguarding procedures will be applied and pilots should anticipate the possibility of a resultant ILS signal disturbance.

AD 1.1.5 Bremsumælingatæki sem notað er og viðmiðunarbremsustuðull þar sem flugbraut er lýst hál vegna bleytu Friction measuring device used and friction level below which the runway is declared slippery when it is wet

Bremsumælingatæki sem eru notuð er að finna í AD 1.2. Þegar einungis vatn er til staðar á flugbraut og reglubundnar mælingar hafa sýnt að brautin verður ekki hál þegar hún er blaut verða ekki framkvæmdar bremsumælingar og brautin verður tilkynnt blaut.For the friction measuring devices used, see AD 1.2. Where only water is present on a runway and periodic measurements indicate that the runway will not become slippery when wet, no measuring will take place, and the runway will be reported as being "WET'.

AD 1.1.6 Aðrar uppýsingar Other information

AD 1.1.6.1 Upplýsingar um brautarástand á flugvöllum Information Regarding Field Conditions At Aerodromes
Á flugvöllum, sem veita ATS-þjónustu, fást upplýsingar um ástand flugbrauta í flugturni eða AFIS-skrifstofu og í flugstjórnarmiðstöð í Reykjavík. Upplýsingar um aðra flugvelli eru veittar á skrifstofu upplýsingaþjónustu flugmála en þær gætu verið ónákvæmar. Það er ábyrgð flugstjóra eða flugrekstraraðila að afla nauðsynlegra upplýsinga áður en lending eða flugtak á sér stað á þessum flugvöllum.For aerodromes where Air Traffic Services are provided, information on surface conditions is made available in the Control Tower or AFIS office, and the Area Control Centre at Reykjavik Airport. Information concerning other aerodromes may be available at the AIS office, but may not be actual. It will therefore remain the responsibility of the pilot-in-command or operator to obtain the necessary information before take-off or landing at such aerodromes.
Sjá einnig: https://www.isavia.is/fyrirtaekid/c-forflugsupplysingar/astand-lendingarstadaSee: https://www.isavia.is/en/corporate/c-preflight-information/condition-of-landing-strips