ENR 1.10Flugáætlanir
Flight Planning

ENR 1.10.1 Starfshættir við afhendingu flugáætlana
Procedures for the submission of a flight plan

Gerðar skulu flugáætlanir í samræmi við reglugerð 770/2010, áður en framkvæmt er:A flight plan shall be submitted in accordance with regulation 770/2010 prior to operating:
 1. flug eða hluti þess, sem njóta skal flugstjórnar-þjónustu,
 2. allt blindflug,
 3. flug yfir landamæri ríkja,
 4. flug sem vill njóta viðbúnaðarþjónustu.
 1. any flight or portion thereof to be provided with air traffic control service;
 2. every IFR flight;
 3. any flight across international borders;
 4. any flight requesting alerting service.
(fyrir viðbótar upplýsingar um flugáætlanir fyrir millilandaflug sjá ENR 1.8.3).(for supplementary information regarding FPL for international operations see ENR 1.8.3).
ENR 1.10.1.1 Afhendingatími
Time of submission
Hafa skal í huga þarfir flugumferðarþjónustudeilda um tímanlegar upplýsingar í þeim loftrýmum sem flugleiðin liggur um. Afhenda skal flugáætlun með eftirfarandi lágmarksfyrirvara:The requirement of ATS units in the airspace along the route to be flown for timely information shall be taking into account. Flight plans shall be submitted with the minimum prior notice:
 1. 30 mínútum fyrir brottför í innanlandsflugi;
 2. 60 mínútum fyrir brottför í millilandaflugi; nema
 3. 180 mínútum fyrir brottför í millilandaflugi til Evrópu (NMOC).
 1. 30 minutes for domestic flights;
 2. 60 minutes for international flights; except
 3. 180 minutes for flights to Europe (NMOC).
ENR 1.10.1.2 Afhendingastaður
Place of submission
Afhenda skal flugáætlanir flugumferðarþjónustudeild brottfararstaðar. Sjá ENR 1.11.The flight plan shall be submitted to the relevant ATS unit. See ENR 1.11
ENR 1.10.1.3 Viðbúnaðarþjónusta
Alerting service
Þegar lögð hefur verið inn flugáætlun, er viðbúnaðar-þjónusta sjálfkrafa veitt fyrir viðkomandi flug, athugið þó varðandi sjónflug þá er einungis fylgst með áætluðum lendingartíma á ákvörðunarstað. By submission of a complete flight plan, alerting service is provided from the departure of an aircraft until its landing, however, as far as a VFR-flight is concerned only in case of overdue arrival at destination.
Ef flugmaður vill loka flugáætlun fyrir lendingu skal hann kalla í næstu flugumferðarþjónustudeild og segja: „LOKA PLANI“. Við það lýkur viðbúnaðarþjónustu. If requesting to close a flight plan during flight before the destination is reached, the following report shall be transmitted via radio to the appropriate ATS-unit: 'CLOSING MY FLIGHT PLAN'. Consequently the alerting service is terminated at the same time.
ENR 1.10.1.4 Form og innihald flugáætlana
Contents and form of a flight plan
Skriflega flugáætlun skal leggja fram í samræmi við staðlaða flugáætlun ICAO, eða fylgja AFTN staðli.
Ef netpóstur er notaður skal sendandi leita staðfestingar á því að flugáætlunin hafi verið móttekin.
Flight plan shall be forwarded on an ICAO form, or that the message complies with AFTN format.
If an e-mail is used, a contact must be established to confirm reception of the FPL.
Þegar lögð er inn flugáætlun í gegnum síma skal fylgja staðlaðri flugáætlun ICAO.When filing a flight plan by telephone the sequence of items in the ICAO flight plan form shall be followed.
ICAO FPL eyðublað er aðgengilegt á heimasíðu Isavia. ICAO FPL form can be found at Isavia home page.
Leggja má inn flugáætlun með því að fylla eyðublaðið út og senda síðan sem viðhengi með netpósti til:A FPL can be submitted by filling out the ICAO FPL form and send it as attachment to:
Sjá nánar um innihald ICAO FPL eyðublaðs í ENR 1.8.3.See contents of the ICAO FPL form in ENR 1.8.3.
ENR 1.10.1.5 ATS-leiðum fylgt
Adherence to ATS route structure
Hafi hlutaðeigandi flugumferðarþjónustuveitandi ekki heimilað annað eða hlutaðeigandi flugstjórnardeild fyrirskipað annað, skal stjórnað flug, að svo miklu leyti sem því verður við komið:Unless otherwise authorized by the appropriate ATS authority, or directed by the appropriate air traffic control unit, controlled flights shall, in so far as practicable:
 1. fara eftir skilgreindri miðlínu leiðarinnar þegar flogið er á ákveðinni ATS-leið, eða
 2. þegar farin er önnur leið skal flogið beint á milli flugleiðsögustöðva eða staða sem ákvarða þá leið.
 1. when on an established ATS route, operate along the defined centre line of that route; or
 2. when on any other route, operate directly between the navigation facilities and/or points defining that route.
ENR 1.10.1.5.1 Skiptistaður
Changeover point
Svo framarlega, sem skilyrði greinar 1.10.1.5 eiga ekki við, skal loftfar á hluta ATS leiðar, sem ákveðin er af fjölstefnuvitum (VOR), skipta flugleiðsöguviðtöku frá VOR stöðinni fyrir aftan það á VOR-stöðina framundan, við eða sem næst skiptistaðnum, þar sem hann er tilgreindur.Subject to the overriding requirement in 1.10.1.5 an aircraft operating along an ATS route segment defined by reference to very high frequency omnidirectional radio ranges shall change over for its primary navigation guidance from the facility behind the aircraft to that ahead of it at, or as close as operationally feasible to, the changeover point, where established.
ENR 1.10.1.5.2 Tilkynningar um frávik
Reporting of deviations
Tilkynna skal hlutaðeigandi flugumferðarþjónustudeild frávik frá þeim skilyrðum, sem tilgreind eru í grein 1.10.1.5.Deviation from the requirements in 1.10.1.5 shall be notified to the appropriate air traffic services unit.
ENR 1.10.1.5.3 Óviljandi frávik
Inadvertent changes
Ef stjórnað flug víkur óviljandi frá gildandi flugáætlun skal brugðist við á eftirfarandi hátt:In the event that a controlled flight inadvertently deviates from its current flight plan, the following action shall be taken:
 1. Frávik frá ferli: Ef loftfar hefur farið út af fyrirhuguðum ferli skulu tafarlausar ráðstafanir gerðar til að breyta stefnu þess svo að það komist aftur inn á fyrirhugaðan feril sinn svo fljótt sem gerlegt er.
 2. Breyting á réttum flughraða: Ef réttur meðalflughraði í farflugshæð milli stöðumiða breytist eða búist er við að hann breytist um sem svarar til 5% þess hraða sem gefinn er upp í flugáætluninni skal það tilkynnt hlutaðeigandi flugumferðarþjónustudeild.
 3. Breyttur áætlaður tími: Ef áætlaður tími við næsta stöðumið, við mörk flugupplýsingasvæðis eða við áætlaðan lendingarstað breytist - hvert af þessu sem fyrst kemur um meira en tvær mínútur frá því sem flugumferðarþjónustu hefur verið tjáð eða um hvern þann tíma, sem hlutaðeigandi veitandi flugumferðarþjónustu eða svæðisbundinn samningur um flugleiðsögu ákveður, þá skal svo fljótt sem verða má tilkynna hlutaðeigandi flugumferðarþjónustudeild breyttan áætlaðan tíma.
 1. Deviation from track: if the aircraft is off track, action shall be taken forthwith to adjust the heading of the aircraft to regain track as soon as practicable.
 2. Variation in true airspeed: if the average true airspeed at cruising level between reporting points varies or is expected to vary by plus or minus 5 per cent of the true airspeed, from that given in the flight plan, the appropriate air traffic services unit shall be so informed.
 3. Change in time estimate: if the time estimate for the next applicable reporting point, flight information region boundary or destination aerodrome, whichever comes first, is found to be in error in excess of more than 2 minutes from that notified to air traffic services, or such other period of time as is prescribed by the appropriate ATS authority or on the basis of air navigation regional agreements, a revised estimated time shall be notified as soon as possible to the appropriate air traffic services unit.
ENR 1.10.1.6 Leyfi til sérstaks flugs
Authorisation for special flights
Beiðni um leyfi til sérstaks flugs skal senda til Samgöngustofu.Requests for special flights shall be sent to ICETRA.

ENR 1.10.2 Kerfi endurtekinna flugáætlana
Repetitive flight plan system

Kerfi endurtekinna flugáætlana (RPL) innan Reykjavik FIR er ekki notað lengur vegna krafna um einkvæmar upplýsingar sem bundnar eru búnaði loftfara, og gerðar eru kröfur um í flugáætlunum. Í boði er þó að nota þjónustu NMOC fyrir flug til/frá IFPZ, sjá NMOC Handbook - IFPS Users Manual.Reykjavik FIR Repetitive flight plans (RPL) are no longer used due to unique equipment requirements in flight plans. Operators of flights to/from the IFPZ can however use RPL service provided by NMOC, See NMOC Handbook - IFPS Users Manual.

ENR 1.10.3 Breytingar á áður útgefnum flugáætlunum
Changes to a submitted flight plan

Með hliðsjón af ákvæðum ENR 1.10.1.5 skal tilkynna hlutaðeigandi flugumferðarþjónustudeild, við fyrstu hentugleika, allar breytingar, sem gerðar eru á flugáætlununum vegna blindflugs eða stjórnaðs sjónflugs. Vegna annars sjónflugs skal tilkynna sama aðila verulegar breytingar á flugáætlun, við fyrstu hentugleika.Subject to the provisions of ENR 1.10.1.5 all changes to a flight plan submitted for an IFR flight, or a VFR flight operated as a controlled flight, shall be reported as soon as practicable to the appropriate air traffic services unit. For other VFR flights, significant changes to a flight plan shall be reported as soon as practicable to the appropriate air traffic services unit.
Ath.: Ef FPL er lagt inn til að fá flugumferðarstjórnarþjónustu skal loftfarið bíða eftir flugheimild áður en flugi er haldið áfram í samræmi við breytta flugáætlun. Ef FPL er lagt inn til að fá flugupplýsingaþjónustu skal loftfarið bíða eftir staðfestingu á móttöku frá viðkomandi þjónustuaðila.Note: If the flight plan is submitted for the purpose of obtaining air traffic control service, the aircraft is required to wait for an air traffic control clearance prior to proceeding in accordance with the amended FPL. If the flight plan is submitted for the purpose of obtaining flight information service, the aircraft is required to wait for acknowledgment of receipt by the unit providing the service.