ENR 1.13Ólögmæt afskipti Unlawful interference

ENR 1.13.1 Almennt General

Loftfar, sem verður fyrir ólögmætum afskiptum, skal leitast við að tilkynna hlutaðeigandi flugumferðarþjónustudeild um slíkt, sérhver mikilsverð atriði er málið varða og sérhver þau frávik frá gildandi flugáætlun sem nauðsynleg reynast með hliðsjón af aðstæðum, þannig að flugumferðarþjónustu-deildin geti veitt loftfarinu forgangsþjónustu og dregið úr möguleikum á árekstri við önnur loftför.An aircraft which is being subjected to unlawful interference shall endeavour to notify the appropriate ATS unit of this fact, any significant circumstances associated therewith and any deviation from the current flight plan necessitated by the circumstances, in order to enable the ATS unit to give priority to the aircraft and to minimize conflict with other aircraft.

ENR 1.13.2 Aðferðir Procedures

ENR 1.13.2.1
Ef loftfar verður fyrir ólögmætum afskiptum skal flugstjóri reyna lendingu eins fljótt og kostur er á næsta hentuga flugvelli nema aðstæður um borð í loftfarinu leiði til annars. Ef flugstjóri getur ekki flogið að flugvelli eins og lýst er hér að ofan skal hann leitast við að halda áfram flugi sínu eftir heimiluðum ferli og fluglagi a.m.k. þangað til hann getur tilkynnt ATS-deild eða er kominn inn í kögunardrægi. If an aircraft is subjected to unlawful interference, the pilot-in-command shall attempt to land as soon as practicable at the nearest suitable aerodrome or at a dedicated aerodrome assigned by the appropriate authority unless considerations aboard the aircraft dictate otherwise. If the pilot-in-command cannot proceed to an aerodrome as described above, he/she should attempt to continue flying on the assigned track and at the assigned cruising level at least until notification to an ATS unit is possible or the aircraft is within ATS Surveillance coverage.
ENR 1.13.2.2
Þegar loftfar hefur orðið fyrir ólögmætum afskiptum verður að víkja frá heimiluðum ferli eða úr heimilaðri hæð án þess að geta haft talsamband við ATS skal flugstjórinn hvenær sem mögulegt er:When an aircraft subjected to an act of unlawful interference must depart from its assigned track or its assigned cruising level without being able to make radiotelephony contact with ATS, the pilot-in-command should, whenever possible:
 1. reyna að útvarpa aðvörunum á VHF-neyðartíðni og öðrum viðeigandi tíðnum, nema aðstæður um borð krefjist annars. Annan búnað svo sem ratsjársvara, gagnarásir o.s.frv. ætti einnig að nota þegar slíkt er vænlegra til árangurs og kringumstæður leyfa; og
 2. halda áfram í hæð, sem er mitt á milli þeirra hæða, sem jafnan eru notaðar í blindflugi í svæðinu, þ.e. jöfnu þúsundi, sé flogið hærra en í FL 410, en hálfu þúsundi sé flogið lægra en í FL 410.
 3. ef engar viðeigandi svæðisreglur hafa verið gefnar út, halda áfram í lagi sem er mitt á milli þeirra farflugslaga sem jafnan eru notuð í blindflugi, þ.e.:
  1. 500 fet (150 m) í svæði þar sem 1.000 feta (300 m) hæðaraðskilnaði er beitt, eða
  2. 1.000 fet (300 m) í svæði þar sem 2.000 feta (600 m) hæðaraðskilnaði er beitt.
 1. attempt to broadcast warnings on the VHF emergency frequency and other appropriate frequencies, unless considerations aboard the aircraft dictate otherwise. Other equipment such as on-board transponders, data links, etc. should also be used when it is advantageous to do so and circumstances permit; and
 2. proceed at a level which differs from the cruising levels normally used for IFR flight in the area by 1 000 ft (300 m) if above FL 410 or by 150 m (500 ft) if below FL 410.
 3. if no applicable regional procedures have been established, proceed at a level which differs from the cruising levels normally used for IFR flight by:
  1. 150 m (500 ft) in an area where a vertical separation minimum of 300 m (1 000 ft) is applied; or
  2. 300 m (1 000 ft) in an area where a vertical separation minimum of 600 m (2 000 ft) is applied.