ENR 1.3Blindflugsreglur Instrument Flight Rules

ENR 1.3.1 Reglur sem gilda um allt blindflug Rules applicable to all IFR flights

ENR 1.3.1.1 Búnaður loftfara Aircraft equipment
Loftför skulu búin viðeigandi mælitækjum og flugleiðsögutækjum sem þörf er á fyrir áætlaða leið.Aircraft shall be equipped with suitable instruments and with navigation equipment appropriate to the route to be flown.
ENR 1.3.1.2 ARINC424
Til að takmarka hættu á innsláttarvillum í fluggagnakerfi flugvéla þá gilda eftirfarandi reglur:
 1. Flugagnagrunnar ættu EKKI að innihalda styttingar á staðsetningu nafnlausra varða í flugstjórnarsvæði Íslands þar sem notast er við forskrift ARINC-424 málsgreinar 7.2.5 ("Nxxxx").
 2. Ef þörf er á styttingum á staðsetningu nafnlausra varða sem staðsettar eru á hálfri breiddargráðu þá er mælt með notkun líks sniðs en með öðrum upphafsstaf: "Hxxxx".
Due to the unresolved potential for FMC insertion errors:

 1. Aircraft navigation data shall NOT contain waypoints in the Reykjavik Control Area in the ARINC424 paragraph 7.2.5 format of "Nxxxx".
 2. If an aircraft operator or flight planning service has an operational need to populate data bases with half-degree waypoints in the Reykjavik Control Area, they are advised to use the alternate format "Hxxxx".
ENR 1.3.1.3 Lágmarkslög Minimum levels
Að því undanskildu, þegar nauðsynlegt er við flugtök og lendingar eða þegar sérstakt leyfi hefur fengist frá Samgöngustofu, skal blindflug flogið í lagi sem er að minnsta kosti 2 000 fetum (600 m) ofar hæstu hindrun innan 8 km frá áætlaðri stöðu loftfarsins.Except when necessary for take-off or landing, or except when specifically authorized by the Icelandic Transport Authority, an IFR flight shall be flown at a level which is at least 2 000 ft (600 m) above the highest obstacle located within 8 km of the estimated position of the aircraft;
ENR 1.3.1.4 Breytt frá blindflugi í sjónflug Change from IFR flight to VFR flight
Ef loftfar óskar að breyta flugi samkvæmt blindflugsreglum í flug samkvæmt sjónflugsreglum þá skal, svo fremi að flugáætlun hafi verið lögð fram, tilkynna hlutaðeigandi flugumferðarþjónustudeild sérstaklega að blindflugi þess sé lokið og láta vita um breytingar sem gera skuli á gildandi flugáætlun.An aircraft electing to change the conduct of its flight from compliance with the instrument flight rules to compliance with the visual flight rules shall, if a flight plan was submitted, notify the appropriate air traffic services unit specifically that the IFR flight is cancelled and communicate thereto the changes to be made to its current flight plan.
Þótt loftfar á flugi samkvæmt blindflugsreglum komi inn á svæði þar sem eru sjónflugsskilyrði skal það ekki tilkynna lok blindflugs nema áætlað sé og fyrirhugað að halda flugi áfram um verulegan tíma í sjónflugi.When an aircraft operating under the instrument flight rules is flown in or encounters visual meteorological conditions, it shall not cancel its IFR flight unless it is anticipated, and intended, that the flight will be continued for a reasonable period of time in uninterrupted visual meteorological conditions.

ENR 1.3.2 Reglur um blindflug í flugstjórnarrými Rules applicable to IFR flights within controlled airspace

ENR 1.3.2.1 Almennt General
Blindflug í flugstjórnarrými er háð þeim fyrirmælum sem um getur í reglugerð 770/2010, grein 3.6.IFR flights shall comply with the provisions of 3.6 of regulation 770/2010 when operated in controlled airspace.
ENR 1.3.2.2 Fluglög Flight levels
Við farflug skal blindflug í flugstjórnarrými flogið í farflugslagi eða ef farflugsklifur er heimilað skal flogið milli tveggja laga eða ofar lagi sem valið er samkvæmt:An IFR flight operating in cruising flight in controlled airspace shall be flown at a cruising level, or, if authorized to employ cruise climb techniques, between two levels or above a level, selected from:
Töflu yfir farflugslög samkvæmt ENR 1.7.5 The Tables of cruising levels in ENR 1.7.5
ENR 1.3.2.3 Upphafskall Initial call
Fjarskipti milli loftfars og jarðar við bylgjuskipti.Radiotelephony procedures for air-ground voice communication channel changeover.
Upphafskall á tíðni flugstjórnardeildar skal innihalda:The initial call to an ATC unit shall contain the following elements:
 1. kallmerki flugstjórnardeildar sem kallað er í;
 2. kallmerki og auk þess orðið „Heavy“ fyrir vélar í „heavy“ flugrastarflokki;
 3. fluglag, auk fluglags sem klifrað/lækkað er í gegnum og þess fluglags sem heimilað hefur verið sé vélin ekki í þeirri hæð;
 4. hraði, ef heimilaður af flugstjórnardeild; og
 5. aðrar upplýsingar sem máli skipta.
 1. designation of the station being called;
 2. call sign and, for aircraft in the heavy wake turbulence category, the word “Heavy”;
 3. level, including passing and cleared levels if not maintaining the cleared level;
 4. speed, if assigned by ATC; and
 5. additional elements.

ENR 1.3.3 Reglur um blindflug utan flugstjórnarrýmis Rules applicable to IFR flights outside controlled airspace

ENR 1.3.3.1 Farflugslög Cruising levels
Loftfar í láréttu farflugi samkvæmt blindflugsreglum utan flugstjórnarrýmis skal flogið í farflugslagi sem á við feril þess og tilgreint er í:An IFR flight operating in level cruising flight outside of controlled airspace shall be flown at a cruising level appropriate to its track as specified in:
 1. töflunni yfir farflugshæðir í ENR 1.7.5 nema þegar hlutaðeigandi ATS-stjórnvald tilgreinir annað fyrir flug í 3 000 fetum yfir meðalsjávarmáli eða neðar.
 1. the Tables of cruising levels in ENR 1.7.5, except when otherwise specified by the appropriate ATS authority for flight at or below 3 000 ft above mean sea level.
ENR 1.3.3.2 Fjarskipti Communications
Loftfar á blindflugi utan flugstjórnarrýmis, en innan, eða inn í svæði, á leiðum sem Isavia ANS hefur ákveðið samkvæmt reglugerð 770/2010, grein 3.3.1.2 c) eða d), skal halda hlustvörð á viðeigandi taltíðni og koma á nauðsynlegu, gagnkvæmu talsambandi við þá deild flugumferðarþjónustu er veitir flugupplýsingaþjónustu.An IFR flight operating outside controlled airspace but within or into areas, or along routes, designated by Isavia ANS in accordance with 3.3.1.2 c) or d) of regulation 770/2010 shall maintain an air-ground voice communication watch on the appropriate communication channel and establish two-way communication, as necessary, with the air traffic services unit providing flight information service.
ENR 1.3.3.3 Tilkynningar um staðarákvarðanir Position reports
 1. Loftfar sem er á stjórnuðu flugi, skal svo fljótt sem auðið er tilkynna hlutaðeigandi flugumferðarþjónustu tíma, fluglag og aðrar nauðsynlegar upplýsingar þegar flogið er yfir hvert skyldustöðumið. Tilkynna skal á sama hátt með afstöðu til annarra staða þegar hlutaðeigandi flugumferðarþjónustudeild óskar.
 2. Stjórnuð loftför sem gefa staðarákvarðanirmeð fjarskiptum um gagnasamband skulu aðeins gefa staðarákvarðanir þegar um það er beðið.
 1. A controlled flight shall report to the appropriate air traffic services unit, as soon as possible, the time and level of passing each designated compulsory reporting point. Position reports shall similarly be made in relation to additional points when requested by the appropriate air traffic services unit.
 2. Controlled flights providing position information via data link communications shall only provide voice position reports when requested.