ENR 1.5Biðflugs-, aðflugs- og brottflugsstarfshættir Holding, Approach and Departure Procedure

ENR 1.5.1 Almennt General

ENR 1.5.1.1 Bakgrunnur
Background
Starfshættir vegna bið-, að- og brottflugs, sem notaðar eru í flugupplýsingasvæði (FIR) Reykjavíkur, eru grundvallaðir á gildum og þáttum úr gildandi útgáfu ICAO Doc 8168 frá Alþjóðaflugmálastofnuninni: Starfshættir fyrir flugleiðsöguþjónustu – Flugrekstur (PANS-OPS).The holding, approach and departure procedures in use within the Reykjavik FIR are based on the values and factors contained in the valid edition of the ICAO Doc 8168-Procedures for air navigation services-Aircraft Operations (PANS-OPS).
ENR 1.5.1.2 Grundvöllur
Basis
Starfshættir, sem notaðir eru vegna bið-, að- og brottflugs, eru grundvallaðir á gildum og þáttum í hluta III og IV úr PANS-OPS handbók, bindi I.The holding and approach procedures in use have been based on the values and factors contained in Parts III and IV of Vol. 1 of the PANS-OPS manual.
ENR 1.5.1.3 Lækkun niður fyrir ský
Cloud break procedure
Víða við flugvelli á Íslandi hafa verið hannaðir flugferlar til að loftför geti lækkað niður fyrir ský (cloud break procedure/cloud penetration) og ljúka síðan flugi í sjónflugi (VFR) Þessir flugferlar eru í samræmi við PANS OPS fyrir aðflug að flugvelli, lágmarks hindrana (OCA) hæð er aldrei lægri en 500 fet y.m.s. eða 300 fet yfir flugvelli (OCH), hvort heldur er hærra. Þessi aðflug bera heiti aðflugsaðferðar beitt í lokaaðflugi að viðbættum bókstafnum C eða D (RNAV C, NDB D).Procedures for aircraft to descend below cloud (cloud break procedure/cloud penetration) and to complete their flight in accordance with VFR have been designed for various airports around Iceland. Those procedures are in accordance with PANS OPS for approach to an aerodrome the obstacle clearance altitude is never lower than 500 feet m.s.l. and the obstacle clearance height is never lower than 300 ft. which ever is higher. These procedures are identified by the navigational aid type used for the final approach lateral guidance, followed by a single letter suffix C or D (RNAV C, NDB D).

ENR 1.5.2 Komuflug Arriving flights

ENR 1.5.2.1 Heimildir
Clearances
Flugvélar í blindflugi, er koma og lenda innan aðflugstjórnarsvæðis, munu fá flugheimild að ákveðnum biðstað og fá fyrirmæli um að hafa samband við aðflugstjórn á ákveðnum tíma, hæð eða stað. Farið skal eftir þessari flugheimild þar til önnur fyrirmæli eru fengin frá viðkomandi aðflugsstjórn. Ef komið er yfir heimildarmörk áður en frekari fyrirmæli hafa borist skal hefja biðflug í þeirri hæð sem síðast var heimiluð.
IFR flights entering and landing within a terminal control area will be cleared to a specified holding point and instructed to contact approach control at a specified time, level or position. The terms of this clearance shall be adhered to until further instructions are received from the appropriate approach control. If the clearance limit is reached before further instructions have been received, holding procedure shall be carried out at the level last authorized.
Flugvélar í blindflugi, er koma og lenda utan aðflugsstjórarsvæðis, munu fá heimild til lækkunar út úr flugstjórnarsvæði um STAR eða aðflugsferil eftir því sem við á. Ef heimild til lækkunar út úr flugstjórnarsvæði er gefin án þess að tilgreina hvaða aðflug skal framkvæma, skal flugmaður tilkynna flugumferðarstjórn hvaða aðflug hann ætlar að framkvæma.IFR flights entering and landing outside a terminal control area will be cleared to descend out of controlled airspace via STAR or Approach Procedure as applicable. If a clearance for descend out of controlled airspace does not specify which procedure is to be flown, the pilot shall report to ATC which procedure he intends to follow.
ENR 1.5.2.2 Upplýsingagjöf til Flugumferðarstjórnar
Passing information to ATC
Vegna takmarkaðs rýmis er mikilvægt að aðflug til biðsvæða og að biðflugsstarfshættir séu framkvæmd eins nákvæmlega og hægt er. Flugmenn eru eindregið beðnir um að láta ATC vita ef þeir af einhverjum ástæðum geta ekki framfylgt að- og biðflugi eins og krafist er.Due to the limited space available, it is important that the approaches to the patterns and the holding procedures be carried out as precisely as possible. Pilots are strongly requested to inform ATC if for any reason the approach and/or holding cannot be performed as required.

ENR 1.5.3 Brottflug Departing flights

ENR 1.5.3.1 Heimildir
Clearances
Flugvélar í blindflugi sem fara frá stjórnuðum flugvöllum munu fá frumheimild frá flugturni viðkomandi flugturns. Flugheimildarmörk munu venjulega verða ákvörðunarflugvöllur. Flugvélar í blindflugi er fara frá óstjórnuðum flugvöllum fá frumheimild frá flugradíó viðkomandi flugvallar. Flugvélar í blindflugi sem fara frá flugvöllum án flugumferðarþjónustu skulu hafa samráð við flugstjórnarmiðstöðina í Reykjavík.IFR flights departing from controlled aerodromes will receive initial ATC clearance from the local aerodrome control tower. The clearance limit will normally be the aerodrome of destination. IFR flights departing from non-controlled aerodromes will receive initial ATC clearance from AFIS at the airport. IFR flights departing from airports without any ATS must make arrangements with the Area Control Centre at Reykjavík before take-off.
ENR 1.5.3.2 Fylgja heimilaðri flugleið
Establishment on cleared route
Ákveðin fyrirmæli munu verða gefin með tilliti til flugleiða, beygja o.s.frv. Ef engin fyrirmæli eru gefin, skulu loftför vera komin inná heimilaða flugleið innan 15 NM frá brottfararstaðDetailed instructions with regard to routes, turns, etc. will be issued. If no instructions have been issued aircraft shall be established on their cleared route within 15 NM of their point of departure.

ENR 1.5.4 Aðrar viðeigandi upplýsingar og verklag
Other relevant information and procedures

EngarNIL