ENR 5.6Farfuglar og svæði með viðkvæmu dýralífi Bird migration and areas with sensitive fauna

ENR 5.6.1 Almennt / General

Loftför á flugi geta haft áhrif á hegðun fugla og dýra sem og á upplifun fólks af náttúru landsins.Aircraft in flight can affect the behaviour of birds and animals as well as peoples' experience of the country's nature.
Þegar varptími fugla stendur sem hæst þarf að sýna sérstaka aðgát þannig að ekki hljótist truflun af á þekktum varpsvæðum, t.d. í nágrenni við fuglabjörg. Þetta er mikilvægt, bæði til að tryggja öryggi flugs og koma í veg fyrir skaða eða truflun á dýralífi.During nesting season, special care needs to be taken so that known nesting areas are not disturbed, for example near bird cliffs. This is important, both to ensure safety of the flight and to prevent harm or disturbance on wildlife.
Þeim tilmælum er beint til flugmanna að fljúga ekki neðar en 1000 fet yfir fjölförnum ferðamannastöðum. Pilots are kindly requested not to fly below 1000 feet over busy tourist destinations.
Umhverfisstofnun kann að gefa út sérstakar reglur og tilmæli varðandi flug yfir friðlýstum svæðum og fjölförnum ferðamannastöðum. The Environment Agency of Iceland may publish specific rules and guidance concerning flight over protected areas and busy tourist destinations.
Slíkt er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar:
https://ust.is/nattura/umgengni-um-natturu-islands/dronar-og-thyrluflug/
Such information is available on the agency's website:
https://ust.is/english/nature-conservations/drones-in-protected-areas/flights-in-protected-areas/

ENR 5.6.2 BIP1 Bannsvæði Þjórsárvera / BIP1 Þjórsárver Prohibited Area

Bannsvæði Þjórsárvera er í gildi frá 10. maí til 10. ágúst þar sem flug loftfara er bannað neðan við 5000 fet MSL.
Sjá ENR 5.1.
Þjórsárver Prohibited Area is active 10th May to 10th August, flight of aircraft is prohibited below 5000 feet MSL.
Refer to ENR 5.1.

ENR 5.6.3 Helstur reglur um friðlýst svæði og varpsvæði fugla / Rules regarding protected areas and areas with sensitive fauna

  1. Óheimilt er að fljúga flugvélum að óþörfu í grennd við fuglabjörg sbr. 4. mgr. 17. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.
  2. Aðgát skal höfð í nánd við varplönd fugla skv. 4. mgr. 17. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.
  3. Auk laga og reglugerða er mælt fyrir um reglur og tilmæli á friðlýstum svæðum í friðlýsingarskilmálum og/eða stjórnunar- og verndaráætlun á hverju svæði fyrir sig. Upplýsingar um þessar reglur er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar
    https://ust.is/nattura/umgengni-um-natturu-islands/dronar-og-thyrluflug/
  1. Unnecessary flight of aircraft is prohibited near bird cliffs in accordance with law No. 64/1994 on protection, preservation and hunting of wild birds and mammals, sentence 4 of paragraph 17.
  2. Care should be taken near areas where birds lay their eggs in accordance with the Nature preservation law no. 60/2013, paragraph 17, sentence 4.
  3. In addition to laws and regulations, each protected area has its own rules and recommended practices in regards to protection terms. Information on those rules can be found on The Environment Agency's website:
    https://ust.is/english/nature-conservations/drones-in-protected-areas/flights-in-protected-areas/

ENR 5.6.4 Friðlýst svæði með viðkvæmu dýralífi / Protected areas with sensitive fauna

Friðlýst búsvæði fugla eru auðkennd á korti á heimasíðu Umhverfisstofnunar og eru eftirfarandi:
Protected birds' habitats are marked on this map on The Environment Agency's website and are as follows:
AndakíllDyrhólaeyEldeyFlatey
Friðland SvarfdælaGrunnafjörðurGuðlaugstungurHornstrandir
Hrísey í ReykhólahreppiIngólfshöfðiKringilsárraniLátrabjarg
MelrakkaeyMývatnOddaflóðPollengi og Tunguey
Salthöfði og SalthöfðamýrarSkrúðurSnæfellsjökulsþjóðgarðurStröndin við Stapa og Hellna
SurtseyVestmannavatnÞjórsárver,
lögmæltar takmarkanir

ENR 5.6.5 Tilkynningaskylda vegna árekstra við fugla eða hættu á árekstri / Reporting of bird strikes and bird strike risks

Árekstur við villtar lífverur, þ.m.t. fugla sem veldur tjóni á loftfari eða því að mikilvæg þjónusta tapast eða raskast, skal tilkynntur í samræmi við reglugerð um tilkynningu atvika í almenningsflugi sem og greiningu á og eftirfylgni með þeim.A wildlife strike including bird strikes which resulted in damage to the aircraft or loss or malfunction of any essential service shall be reported according to the Icelandic regulation on the reporting, analysis and follow-up of occurrences in civil aviation.
Eyðublöð fyrir slíkar tilkynningar er að finna á vefsíðu Samgöngustofu:
http://www.samgongustofa.is/eydublod/#q=bird+strike
Senda skal tilkynninguna til Samgöngustofu eða á netfangið mandatory.reporting@icetra.is.
Forms for such reports can be found on the ICETRA website:
http://www.samgongustofa.is/eydublod/#q=bird+strike.
The report shall be sent to ICETRA or via email: mandatory.reporting@icetra.is.

ENR 5.6.6 Þjóðgarðar og friðlýst svæði / National parks and protected areas

Þrír þjóðgarðar eru á Íslandi; Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, Þingvallaþjóðgarður og Vatnajökulsþjóðgarður og yfir 100 önnur friðlýst svæði.Three national parks are in Iceland; Snæfellsjökull National Park, Þingvellir National Park, Vatnajökull National Park and over 100 other protected areas.
Upplýsingar um mörk garðanna og annara friðlýstra svæða er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar Information about the parks' boundaries and other protected areas can be found on The Environment Agency's website.
Þeim tilmælum er beint til flugmanna að fljúga ekki neðar en 1000 fet yfir fjölförnum ferðamannastöðum. Pilots are kindly requested not to fly below 1000 feet over busy tourist destinations.