Contact

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík / Isavia, Reykjavik Airport, IS-101 Reykjavik, Iceland

Sími / Telephone: + 354 424 4000

Símbréf / Telefax: + 354 424 4001

ais@isavia.is

http://www.isavia.is/

AIC for ÍSLAND / ICELAND

AIC

B 001/2015

Effective from 27 JAN 2015

Published on 27 JAN 2015

Einkaflug í öskumenguðu loftrými Volcanic ash General Aviation

1. Gildissvið Application

Gildir um einkaflug, þar með talið kennsluflug. Tilgangur þessa upplýsingabréfs er að veita upplýsingar og leiðbeiningar um starfrækslu loftfara í öskumenguðu loftrými.This AIC is applicable for general aviation. The purpose of this AIC is to provide information and guidance on operation in ash contaminated areas.

2. Meginatriði Key principles

 • Forðast skal flug í loftrými þar sem öskumengun er sýnileg.
 • Haftasvæði verður mögulega skilgreint umhverfis eldstöð. Umfang slíks svæðis ræðst af aðstæðum hverju sinni
 • Flugmaður er ábyrgur fyrir starfrækslu loftfars í menguðu loftrými
 • Fljúgi flugmaður inn í mengað loftrými skal tilkynna það strax til næsta AFIS, flugturns eða flugstjórnardeildar. Að flugi loknu skal einnig tilkynna til viðhaldsaðila og Samgöngustofu (mandatory.reporting@icetra.is)
 • Flugmönnum er bent á að kynna sér skilmála tryggingafélaga gagnvart tjóni af völdum ösku
 • Flugmenn skulu kynna sér NOTAM og SIGMET
 • Operation in visible volcanic ash should be avoided.
 • Restricted area may be declared around the volcanic source. The extent of such an area depends on the prevailing circumstances.
 • The pilot is responsible for the safety of operation in contaminated area.
 • In case of encounter with volcanic ash in flight, the pilot shall immediately report it to the nearest ATS unit. After landing the pilot shall report the encounter to the appropriate maintenance organisation and to the Icelandic Transport Authority (mandatory.reporting@icetra.is).
 • Pilots are advised to familiarize themselves with the terms of the aircraft insurance against damage caused by ash.
 • Pilots are advised to familiarize themselves with applicable NOTAM and SIGMET.
- SIGMET mun sýna útlínur öskumengunar.- SIGMET will be issued for volcanic ash cloud.
- NOTAM með upplýsingum um mögulegt haftasvæði umhverfis eldstöð eða aðrar upplýsingar varðandi eldgos.- NOTAM will be issued with applicable information regarding the volcanic eruption and if restricted area will be declared around the volcanic source.

3. Guidance to pilots (source UK CAP 1236) Ráðleggingar til einkaflugmanna

3.1 The following guidance should be read in conjunction with chapter 2. Eftirfarandi leiðbeiningar skulu lesnar samhliða kafla 2.

Tjón á vélum er sérstakt áhyggjuefni fyrir loftför búin hverfihreyflum (turbine-engined aircraft) en líklega minna fyrir önnur loftför sem búin eru bulluhreyflum (other internal combustion engines) með loftsíu fyrir inntaksloft. Hinsvegar, með notkun á blöndungshita í sumum loftförum með bulluhreyfla, fer innsogsloftið framhjá inntakssíu og því ættu flugmenn að vera meðvitaðir um þann möguleika að öskumengað loft fari inn í hreyfillinn. Ef mögulegt er, ætti að forðast flug í aðstæðum sem krefjast langrar notkunar á blöndungshita.Engine damage is particularly concerning for turbine-engine aircraft, but probably less so for other internal combustion engines, where the combustion air can be filtered. However, in some piston engine installations, fixed-wing or rotary-wing, the use of carburetor hot air will bypass the air intake filter and therefore pilots should be aware of the potential for airborne contamination to reach the engine. If possible, conditions of cloud, drizzle, mist and any other known or probable areas of high humidity requiring the extended use of carburetor hot air should be avoided.
Aska getur smogið inn í stemmurör (pitot/static systems) eða haft áhrif á smurningu á hreyfanlegum hlutum eins og þyrilkollu (rotor head), gírkassa og legur.Ash may also find its way into pitot/static systems, or affect the lubrication of moving parts such as rotor heads, gearboxes and other bearings.
Ráðlegt er að forðast flug yfir svæði þar sem takmarkaðir möguleikar eru á lendingarsvæði ef til vélarbilunar kæmi. Þetta gildir einnig um tveggja hreyfla loftför.It may be prudent to avoid flight over areas where the choice of landing areas in the event of engine failure is limited, even in twin-engine aircraft.

4. Skilgreining öskusvæða Definition of contaminated areas

Eftirfarandi skilgreiningar eiga við á Íslandi vegna starfrækslu loftfara í öskumenguðu loftrými:The following definitions of contamination are applicable regarding operation of aircraft in airspace contaminated with volcanic ash:
 • Svæði með lítilli ösku: Tiltekið loftrými þar sem búast má við öskumengun sem nemur meira en 0,2 x 10-3 g/m3 en jafnt eða minna en 2 x 10-3 g/m3 eða minna (meira en 0,2 milligrömm á hvern rúmmetra en jafnt eða minna en tvö milligrömm á hvern rúmmetra)
 • Svæði með miðlungs ösku: Tiltekið loftrými þar sem búast má við öskumengun sem nemur meira en 2 x 10-3 g/m3 en minna en4 x 10-3 g/m3 (meira en tvö milligrömm á hvern rúmmetra en minna en fjögur milligrömm á hvern rúmmetra)
 • Svæði með mikilli ösku: Tiltekið loftrými þar sem búast má við öskumengun sem nemur jafnt eða meira en 4 x 10-3 g/m3 (jafnt eða meira en fjögur milligrömm á hvern rúmmetra) eða þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um öskumagn
 • Area of Low Contamination: Airspace of defined dimensions where volcanic ash may be encountered at concentrations greater than 0.2 x 10-3 grams/m3, but equal to or less than 2 x 10-3 g/m3.
 • Area of Medium Contamination: Airspace of defined dimensions where volcanic ash may be encountered at concentrations greater than 2 x 10-3 g/m3, but less than 4 x 10-3 g/m3.
 • Area of High Contamination: Airspace of defined dimensions where volcanic ash may be encountered at concentrations equal to or greater than 4 x 10-3 g/m3, or areas of contaminated airspace where no ash concentration guidance is available.

5. Upplýsingar um öskumengun Information regarding volcanic ash

Kort og aðrar upplýsingar má nálgast á heimasíðu bresku veðurstofunnar (UK MET office), Evrópustofnun um flugöryggi (Eurocontrol) og Veðurstofu Íslands.Maps and further Information can be accessed on UK MET office, NMOC and the Icelandic Met Office webpages.
http://www.metoffice.gov.uk/aviation /vaac https://www.public.nm.eurocontrol.int/PUBPORTAL/gateway/spec/index.html http://www.vedur.is/http://www.metoffice.gov.uk/aviation/vaac https://www.public.nm.eurocontrol.int/PUBPORTAL/gateway/spec/index.html http://en.vedur.is/

6. Viðbótarupplýsinga Additional information

Frekari upplýsingar gefur Samgöngustofu í síma 480 6000 eða með tölvupósti á netfangið samgongustofa@samgongustofa.isFor additional information, contact The Icelandic Transport Authority, tel. +354 480 6000 or email icetra@icetra.is.
ENDIR / END Upplýsingabréf fellt úr gildi / AIC cancelled: B008 / 2014