Contact

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík / Isavia, Reykjavik Airport, IS-101 Reykjavik, Iceland

Sími / Telephone: + 354 424 4000

Símbréf / Telefax: + 354 424 4001

isavia@isavia.is

http://www.isavia.is/

AIC for ÍSLAND / ICELAND

AIC

A 002/2017

Effective from 03 MAR 2017

Published on 03 MAR 2017

Sjónaðflug - Sjónflug Visual approach - VFR flight

Efnisleg ábyrgð: Isavia, Flugleiðsögusvið - FLS (SA). Content Responsibility: Isavia, Air Navigation Services Division (SA).

1. Sjónaðflug - Sjónflug / Visual approach - VFR

1.1 Inngangur / Introduction

Þessu upplýsingabréfi er ætlað að lýsa hvað sjónaðflug felur í sér og muninum á sjónflugi og sjónaðflugi. Einnig er farið yfir skilyrði til að hefja sjónaðflug sem og hvernig aðskilnaði er beitt við sjónaðflug. Að lokum er útskýrt hvaða reglur gilda um sjónaðflug inn til Reykjavíkurflugvallar (BIRK).This AIC is meant to explain what visual approach is and the difference between VFR and visual approach. Conditions for an aircraft to commence a visual approach and how separation is applied during visual approach. Finally rules for visual approach into Reykjavik Airport (BIRK) are explained.

1.2 Munurinn á sjónaðflugi og sjónflugi / The difference between Visual approach and VFR

1.2.1 Sjónaðflug / Visual approach
Sjónaðflug er skilgreint sem blindflug þar sem aðflug er framkvæmt með sjónrænni vísan í umhverfið og þar sem blindaðflugsferli er ekki fylgt að hluta að öllu leyti.Visual approach is an approach by an IFR flight when either part or all of an instrument approach procedure is not completed and the approach is executed in visual reference to terrain.
Sem þýðir að loftfarið flýgur samkvæmt blindflugsreglum og er aðskilnaði beitt eins og um hvert annað blindflug sé að ræða. Þar eð flugmaður sér til jarðar þarf loftfarið ekki að fylgja blindaðflugsferlinum að öllu leyti og getur lokið aðfluginu sjónrænt.This means that the aircraft is flying IFR and separations is applied as to any other IFR flight. The Pilot sees the ground and therefore it is not necessary for the aircraft to follow the IFR approach procedure all the way and the approach can be finished with visual reference to the ground.
1.2.2 Sjónflug / VFR flight
Sjónflug er flug samkvæmt sjónflugsreglum. VFR flight is a flight conducted in accordance with visual flight rules.
1.2.3 Munur á sjónaðflugi og sjónflugi / The difference between visual approach and VFR flight
Þannig að munurinn er sá að í sjónaðflugi er verið að fylgja blindaðflugsferli en það er ekki nauðsynlegt þegar um sjónflug er að ræða. Flugmaður í sjónaðflugi hefur þó leyfi til að stytta ferilinn með því skilyrði að flugmaður sjái til jarðar. The difference is that when executing a visual approach the IFR approach procedure is followed but when flying VFR that is not necessary. A pilot executing visual approach has permission to take a shortcut depended on that he has visual reference to the ground.

1.3 Skilyrði fyrir sjónaðflugi / Conditions for visual approach

Loftfar í blindflugi getur óskað eftir að hefja sjónaðflug, einnig getur flugumferðarstjóri boðið loftfari að hefja sjónaðflug að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum.An IFR aircraft may request to execute a visual approach, ATC may also offer the aircraft to do a visual approach if the following conditions are met.
Skilyrði fyrir því að fá heimild til sjónaðflugs:Conditions for executing a visual approach:
 1. flugvöllurinn hefur útgefinn blindaðflugsferil
 2. flugmaður getur séð til jarðar, og
 3. skýjahæð er jöfn eða hærri en lágmarkshæð við IAF blindaðflugsferilsins sem loftfarið hefur fengið heimild um, eða
 4. flugmaður tilkynnir, í þeirri hæð sem blindaðflugið hefst í eða hvenær sem er á blindaðflugsferlinum, að hann telji að veðurskilyrði séu með þeim hætti að hægt sé ljúka aðfluginu að fullu í sjónaðflugi. Ósk frá flugmanni um sjónaðflug er talin jafngilda þessari tilkynningu
 1. there is an approved functioning instrument approach for the aerodrome
 2. the pilot can maintain visual reference to the terrain, and
 3. the reported ceiling is at or above the initial approach level of the beginning of the initial approach segment for the aircraft so cleared, or
 4. the pilot reports at the level of the beginning of the initial approach segment or at any time during the instrument approach procedure that the meteorological conditions are such that with reasonable assurance a visual approach and landing can be completed. A request from the pilot for a visual approach is considered to fulfil this requirement
Þó loftfar hefji sjónaðflug er það enn blindflug enda hefur það ekki lokið blindflugi heldur er sjónaðflug ákveðin gerð blindflugs. Varast skal að rugla sjónaðflugi og sjónflugi saman. Ef flugmaður kýs að ljúka blindflugi skal tilkynna það til flugumferðarstjórnar.Even though an aircraft is executing a visual approach it is still IFR since it has not cancelled IFR, visual approach is one way of flying IFR. Beware not to confuse visual approach and VFR. If a pilot wants to cancel IFR he shall report that to ATC.

1.4 Aðskilnaður / Separation

Flugumferðarstjórn ber ábyrgð á aðskilnaði milli loftfara.ATC shall maintain separation between aircraft.
Færa má ábyrgð á aðskilnaði sjónaðflugsvélar gagnvart vél á undan yfir til flugmanns sjónaðflugsvélarinnar þegar hann hefur staðfest að hann sjái loftfarið sem flýgur á undan. Þessi staðfesting er talin jafngilda samráði um að flugmaðurinn taki á sig ábyrgð á aðskilnaði. Einnig skal hann þá varast flugröst fyrra loftfars ef þörf krefur.The responsibility may be transferred to the pilot of an aircraft executing a visual approach if the pilot confirms that he has the preceding aircraft in sight. The confirmation is regarded to be equal to acceptance of responsibility for maintaining separation by the pilot. He shall then also avoid wake turbulence from the preceding aircraft if needed.
Notkun ACAS/TCAS er ekki talin jafngilda staðfestingu flugmanns um að hann sjái loftfarið. Observing the preceding aircraft on ACAS/TCAS is not considered having the traffic in sight.

1.5 Höfnun heimildar til sjónaðflugs / Rejection on a clearance for visual approach

Flugumferðarstjórn skal neita beiðnum um sjónaðflug ef veðurskilyrði eru slík að ekki sé talið unnt að klára sjónaðflug með öruggum hætti. Einnig má búast við því að ósk um sjónaðflug sé hafnað ef þörf er á vegna umferðar.ATC shall deny requests for a visual approach if meteorological conditions are such that a safe completion of the visual approach is impracticable. A request for a visual approach can also be denied due to traffic.

1.6 Sjónaðflug Reykjavíkurflugvelli (BIRK) / Visual approach at Reykjavik Airport (BIRK)

Loftför sem fá heimilt sjónaðflug inn til BIRK skulu ekki lækka niður fyrir 2000 fet án sérstakrar heimildar. Heimild til sjónaðflugs innifelur ekki heimild til lækkunar niður fyrir 2000 fet, nema það sé sérstaklega tekið fram. Aircraft conducting a visual approach into BIRK shall not descend below 2000 feet until so cleared specifically. Clearance for visual approach does not include a descend clearance below 2000 feet, unless specifically stated.

1.7 Sjónflug til BIRK / VFR to BIRK

Fjölhreyfla loftförum skal ekki flogið neðar en 2000 fet innan flugstjórnarsviðs Reykjavíkur án heimildar frá flugturninum. (BIRK AD 2.22.6).Within Reykjavik CTR twin- and multi engine aircraft shall not be flown below 2000 feet without clearance from tower. (BIRK AD 2.22.6).

1.8 Orðskýringar / Definitions

Árekstrarvarakerfi loftfars (ACAS) - Kerfi loftfars sem byggist á kögunarratsjársvarmerkjum, sem starfar óháð búnaði á jörðu niðri og veitir flugmanni ráðleggingar um hugsanlega aðsteðjandi umferð loftfara sem eru búin SSR-ratsjársvörum.Airborne collision avoidance system (ACAS) - An aircraft system based on secondary surveillance radar (SSR) transponder signals which operates independently of ground-based equipment to provide advice to the pilot on potential conflicting aircraft that are equipped with SSR transponders.
TCAS - Traffic Alert and Collision Avoidance System.
Blindflug (IFR) - Flug samkvæmt blindflugsreglum. Í Blindflugi er ferli og horfi loftfars stjórnað eingöngu eftir mælitækjum um borð og leiðsöguvirkjum á jörðu. Sé flogið samkvæmt blindflugsheimild gild blindflugsreglur enda þótt ekki ríki blindflugsskilyrði. Instrument flight rules (IFR) - A set of rules governing the conduct of flight under instrument meteorological conditions.
Flugröst - Ólga í loftstreymi aftan við flugvél er tengist fyrst og fremst vængendahvirflum.Wake turbulence - The turbulent air behind an aircraft caused by any of the following:
 1. Wing-tip vortices.
 2. Rotor-tip vortices.
 3. Jet-engine thrust stream
 4. Rotor downwash.
 5. Prop wash.
Sjónaðflug - Aðflug þar sem ekki er lokið við annað hvort hluta eða allt blindflugið og aðflugið er framkvæmt með sjónrænni vísan í umhverfið. Visual approach - An approach by an IFR flight when either part or all of an instrument approach procedure is not completed and the approach is executed in visual reference to terrain.
Sjónflug (VFR) - Flug samkvæmt sjónflugsreglum.VFR flight - A flight conducted in accordance with the visual flight rules.

1.9 Viðbótarupplýsingar / Further Information

Ef óskað er frekari upplýsinga, vinsamlegast sendið tölvupóst til:For further information, please contact:
procedures@isavia.is
Upplýsingabréf fellt út gildi / AIC hereby cancelled:
Ekkert / NIL
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi: /
NOTAM incorporated in this AIC:

Ekkert / NIL
ENDIR / END